Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð
Mynd / BBL
Fréttir 27. september 2017

Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð

„Ekkert í birgðastöðu lambakjöts réttlætir hið gríðarlega verðfall sem sauðfjárbændum er boðið upp á,“ segir í áskorun sem stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð sendi í dag til sláturleyfishafa. Þar er skorað á Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Norðlenska, SAH afurðir og aðra sláturleyfishafa að hækka þegar í stað afurðaverð til sauðfjárbænda.

Rekstrargrundvöllurinn er brostinn

„Er nú svo komið að rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa er fullkomnlega brostinn, sauðfjárbændur eru ekki aðeins orðnir tekjulausir í sínum búrekstri heldur eru fjölmargir komnir í þá stöðu að vera farnir að vinna fyrir búrekstrinum. Í ljósi nýjustu tíðinda af pólitískum vetvangi er ljóst að engar bjargir munu berast þaðan á næstunni,“ segir í áskoruninni. 

Hætta á fjöldagjaldþroti

Stjórn FSE telur ljóst að sláturleyfishafar geti hækkað afurðaverð til bænda, en viljann hafi skort hingað til. „Afleiðingarnar þarf vart að tíunda; stórfellt hrun í greininni, greiðslufall og fjöldagjaldþrot með tilheyrandi byggðaröskun og harmleikjum fjölda fjölskyldna. Stjórn FSE lýsir fullri ábyrgð á stöðunni á hendur sláturleyfishöfum og skorar á sláturhúsin að rétta hlut bænda þegar í stað.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f