Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Allt er fyrirgefið.
Allt er fyrirgefið.
Skoðun 15. janúar 2015

Skop og groddalegt grín er hluti af tjáningarfrelsi og menningarhefð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árásin á franska tímaritið Charlie Hebdo og slátrun starfmanna á ritstjórn þess og lögreglumanni í kjölfarið í síðustu viku er óhugnan- og villimannleg.

Í kjölfar árásarinnar sem tengist birtingu tímaritsins á skopmyndum af Múhameð spámanni og hildarleiksins á eftir hefur umræðan beinst að frelsi fjölmiðla og tjáningarfrelsi einstaklinga. Svipuð staða kom upp þegar Salman Rushdie gaf út bókina The Satanic Verses  árið 1988 og  danska blaðið Jyllands-Posten birti skopmyndir af spámanninum í lok september 2005. Íslömsk öfgasamtök töldu sér misboðið og hótuðu hefndaraðgerðum.

Skop og groddalegt grín er hluti af tjáningarfrelsi og menningarhefð Evrópubúa og réttur sem ekki má gefa eftir. Fjölmiðlar hafa rétt til að tjá skoðun sína á þann hátt sem þeir kjósa. Það er svo réttur neytenda að samþykkja, hneykslast eða hafna efninu án þess að ráðast gegn miðlinum með ofbeldi og vopnum.

Aðdáunarverð viðbrögð

Viðbrögð almenn­ings í Frakklandi við voðaverkinu eru aðdáunarverð og sýna að meginþorri almennings ætlar ekki að láta hópa öfgamanna umturna samfélaginu og neyða það til undirgefni. Norðmenn brugðust á svipaðan hátt við fjöldamorðum Anders Breivik árið 2011. Vert er að minna á að Breivik er ekki múslimi og fáir mundu segja að hann væri dæmigerður Norðmaður. Við megum heldur ekki gleyma að fyrir skömmu kom út skýrsla sem upplýsti um hræðilegar pyntingar Bandaríkjamanna á múslimum í fangelsi við Guantanamo-flóa. Þrátt fyrir það er engin ástæða til að líta á alla bandarísku þjóðina sem böðla.

Á sama hátt er engan veginn hægt að dæma alla einstaklinga sem aðhyllast íslam, 1,6 milljarðar, sem ofbeldismenn vegna framkomu ofstækishópa og öfgamanna. Við megum ekki fara niður á slíkt plan.

Hræðsla og stóri bróðir

Ein af afleiðingum árásar sem þessarar er hræðsla sem brotist getur út í fordómum og hreinlega hatri á útlendingum og fólki sem ekki aðhyllist sömu menningu og trúarbrögð. Þá gildru verðum við að varast og ekki leyfa hópum öfgamanna að stjórna skoðunum okkar á fólki af ólíkum uppruna en við. Annað sem getur fylgt í kjölfar árásar sem þessarar er efling eftirlitssamfélagsins þar sem frelsi einstaklinga er heft til muna og engin getur um frjálst höfuð strokið án vitundar stóra bróður. Gerist annað hvort af fyrrgreindu er hluta af markmiðum ofstækishópanna náð. Frelsi okkar verður takmarkað og um leið möguleikar okkar til að tjá okkur og gagnrýna það sem aflaga er í samfélaginu.

Múslimi forseti Frakklands

Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að árásin á Charlie Hebdo hafi verið vel skipulögð og tímasett þannig að sem flestir starfsmenn væru á ritstjórnarfundi. Ekki veit ég hvort það tengist árásinni á nokkurn hátt en meðal umfjöllunarefna í næsta tölublaði eftir árásina átti að fjalla um nýjustu skáldsögu Michel Houellebecq, Soumiss­ion, eða Undirgefni. Í bókinni sem gerist í náinni framtíð veltir Houellebecq upp þeirri hugmynd að múslimar hafi komið sínum manni að í forsetakosningum í Frakklandi árið 2020 og hvaða afleiðingar slíkt mundi hafa.

Skylt efni: Frakkland | Charlie Hebdo

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...