Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rauðavatn í efri byggðum Reykjavíkur 2021.
Rauðavatn í efri byggðum Reykjavíkur 2021.
Mynd / HGS
Á faglegum nótum 29. september 2021

Skógur er lifandi vatnsforðabúr

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson og Pétur Halldórsson

Undanfarið hafa verið miklir þurrk­ar á norður- og austurhluta landsins. Grunnvatnsstaða hefur lækk­að og „óþrjótandi lindir“ brugðist. Skógi vaxið land þolir ýmsar öfgar í veðurfari betur en skóglaust land. Í flóðum tekur skógur og skógarjarðvegur í sig mikið vatn og í þurrkum geymist raki lengur og betur en þar sem enginn er skógurinn.

Stundum heyrist því fleygt samt sem áður að skógar þurrki upp svæði, að trén drekki allt vatn í jörðu, þurrki upp stöðuvötn eða læki og lækki þar með grunnvatnsstöðu. Sannleikurinn er þó sá að vatnið sem trén í skóginum taka til sín nær aðeins til rótarhvels trjánna sem er að mestu í efsta jarðvegslaginu. Trén hafa lítil sem engin áhrif á grunnvatnsstöðu. Úrkoma ræður henni. Að Rauðavatn ofan byggðarinnar í Reykjavík hafi þornað að mestu upp í sumar er ekki skóginum þar að kenna. Ástæðan er að úrkoma hefur verið langt undir meðallagi og því hefur grunnvatnsstaðan lækkað.

Þurr farvegur Uxalækjar á Völlum 26. ágúst síðastliðinn.

Skógar eru eins konar lifandi vatnsforðabúr. Þeir binda ekki einungis kolefni úr andrúmsloftinu og búa til verðmætt timbur heldur hægja þeir á fersku vatni á leið þess til sjávar. Skuggar og skjól trjánna hamla til dæmis útgufun. Skógarjarðvegur getur tekið í sig mikið vatn sem bæði nýtist trjánum og öðru lífi í skóginum. Vatnið hreinsast þar og síast svo áfram í stað þess að renna hindrunarlaust á yfirborði eins og gerist á skóglausu landi. Vatnsból bæja og borga vítt og breitt um heiminn eru gjarnan á skógarsvæðum.

Öfgaflóð víða um heim sem við heyrum æ oftar af í fréttum verða nú verri vegna þess að skógar hafa verið felldir til hlíða og fjalla. Þegar skógarnir eru ekki lengur til að hægja á vatninu rennur það viðstöðulaust niður á láglendið og færir allt í kaf.

Sumarið 2021 var hlýtt á Íslandi, sérstaklega fyrir norðan og austan, og úrkoma var í lágmarki að sama skapi. Við getum búist við fleiri slíkum sumrum. Búast má við frekari þurrkum á komandi árum og áratugum, kannski öldum. Ástæðulaust er þó að óttast. Við getum klætt landið kjarri og skógi og dregið úr áhrifum stórrigninga og þrálátra þurrka.

Uppsalaá er steinsnar frá Egilsstöðum. Hún hefur vart verið svipur hjá sjón í þurrkunum í sumar og rennsli í ánni nær ekkert. Mynd / Rúnar Snær Reynisson

Hlynur Gauti Sigurðsson,
sérfræðingur í skógrækt hjá BÍ
og Pétur Halldórsson
hjá Skógræktinni

Skylt efni: vistkerfi | Skógrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...