Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rauðavatn í efri byggðum Reykjavíkur 2021.
Rauðavatn í efri byggðum Reykjavíkur 2021.
Mynd / HGS
Á faglegum nótum 29. september 2021

Skógur er lifandi vatnsforðabúr

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson og Pétur Halldórsson

Undanfarið hafa verið miklir þurrk­ar á norður- og austurhluta landsins. Grunnvatnsstaða hefur lækk­að og „óþrjótandi lindir“ brugðist. Skógi vaxið land þolir ýmsar öfgar í veðurfari betur en skóglaust land. Í flóðum tekur skógur og skógarjarðvegur í sig mikið vatn og í þurrkum geymist raki lengur og betur en þar sem enginn er skógurinn.

Stundum heyrist því fleygt samt sem áður að skógar þurrki upp svæði, að trén drekki allt vatn í jörðu, þurrki upp stöðuvötn eða læki og lækki þar með grunnvatnsstöðu. Sannleikurinn er þó sá að vatnið sem trén í skóginum taka til sín nær aðeins til rótarhvels trjánna sem er að mestu í efsta jarðvegslaginu. Trén hafa lítil sem engin áhrif á grunnvatnsstöðu. Úrkoma ræður henni. Að Rauðavatn ofan byggðarinnar í Reykjavík hafi þornað að mestu upp í sumar er ekki skóginum þar að kenna. Ástæðan er að úrkoma hefur verið langt undir meðallagi og því hefur grunnvatnsstaðan lækkað.

Þurr farvegur Uxalækjar á Völlum 26. ágúst síðastliðinn.

Skógar eru eins konar lifandi vatnsforðabúr. Þeir binda ekki einungis kolefni úr andrúmsloftinu og búa til verðmætt timbur heldur hægja þeir á fersku vatni á leið þess til sjávar. Skuggar og skjól trjánna hamla til dæmis útgufun. Skógarjarðvegur getur tekið í sig mikið vatn sem bæði nýtist trjánum og öðru lífi í skóginum. Vatnið hreinsast þar og síast svo áfram í stað þess að renna hindrunarlaust á yfirborði eins og gerist á skóglausu landi. Vatnsból bæja og borga vítt og breitt um heiminn eru gjarnan á skógarsvæðum.

Öfgaflóð víða um heim sem við heyrum æ oftar af í fréttum verða nú verri vegna þess að skógar hafa verið felldir til hlíða og fjalla. Þegar skógarnir eru ekki lengur til að hægja á vatninu rennur það viðstöðulaust niður á láglendið og færir allt í kaf.

Sumarið 2021 var hlýtt á Íslandi, sérstaklega fyrir norðan og austan, og úrkoma var í lágmarki að sama skapi. Við getum búist við fleiri slíkum sumrum. Búast má við frekari þurrkum á komandi árum og áratugum, kannski öldum. Ástæðulaust er þó að óttast. Við getum klætt landið kjarri og skógi og dregið úr áhrifum stórrigninga og þrálátra þurrka.

Uppsalaá er steinsnar frá Egilsstöðum. Hún hefur vart verið svipur hjá sjón í þurrkunum í sumar og rennsli í ánni nær ekkert. Mynd / Rúnar Snær Reynisson

Hlynur Gauti Sigurðsson,
sérfræðingur í skógrækt hjá BÍ
og Pétur Halldórsson
hjá Skógræktinni

Skylt efni: vistkerfi | Skógrækt

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f