Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Skógræktarritið fjölbreytt að vanda
Á faglegum nótum 16. desember 2014

Skógræktarritið fjölbreytt að vanda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Að vanda er að finna í ritinu fjölda áhugaverðra greina um hinar ólíku hliðar skógræktar.

Í Skógræktarritinu að þessu sinni er meðal annars fjallað um Tré ársins 2014, reynsluna af jólatrjáarækt á Íslandi, trjávernd í þéttbýli, gróðursetningaáhöld í gegnum tíðina, Skrúð í Dýrafirði, sagt frá fræðsluferð til Sogn- og Fjarðafylkis í Noregi og svo er reynslusaga af ræktun í Fljótshlíð. Þá er Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra, minnst í ritinu.

Skógræktarritið, sem áður hét áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands, er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Kápu Skógræktarritsins prýðir verkið ,,Haust" eftir Kristínu Arngrímsdóttur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...