Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógræktarnámskeið fyrir unglinga
Líf&Starf 14. júlí 2015

Skógræktarnámskeið fyrir unglinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni bjóða upp á spennandi skógræktarnámskeið fyrir unglinga. Námskeiðið stendur í fjóra daga frá laugardegi til þriðjudags.

Á námskeiðinu verður blandað saman fræðslu og kennslu um skógrækt og spennandi leikjum og ævintýradagskrá frá skátunum.

Farið verður yfir helstu þætti skógræktar á Íslandi og erlendis, meðal annars tegundagreiningu og helstu not, landval við plöntun, verkfæri og tæki, skógræktaráætlanir, skógarfánu og flóru og margt fleira.

Þess á milli verður farið í skemmtilega dagskrá þar sem að allt sem að Úlfljótsvatn hefur uppá að bjóða verður notað. Farið verður á báta, klifrað í klifurturninum og ýmislegt annað prófa.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á ræktun og skógrækt og vilja njóta þess að fræðast um leið og tækifæri er til að kynnast hressum krökkum með svipuð áhugamál.

Leiðbeinendur koma bæði frá Útilífsmiðstöðinni og Skógræktarfélaginu þannig að það verða sérfræðingar í öllum hlutverkum.

Dagsetningar í boði: 25.júlí – 28. júlí 2015. Verð 26.500.- á mann

Allt er innifalið í gjaldinu nema rúta til og frá Úlfljótsvatni. Hægt er að bóka námskeið og rútu í bókunarforminu hér á síðunni.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...