Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógræktarnámskeið fyrir unglinga
Líf&Starf 14. júlí 2015

Skógræktarnámskeið fyrir unglinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni bjóða upp á spennandi skógræktarnámskeið fyrir unglinga. Námskeiðið stendur í fjóra daga frá laugardegi til þriðjudags.

Á námskeiðinu verður blandað saman fræðslu og kennslu um skógrækt og spennandi leikjum og ævintýradagskrá frá skátunum.

Farið verður yfir helstu þætti skógræktar á Íslandi og erlendis, meðal annars tegundagreiningu og helstu not, landval við plöntun, verkfæri og tæki, skógræktaráætlanir, skógarfánu og flóru og margt fleira.

Þess á milli verður farið í skemmtilega dagskrá þar sem að allt sem að Úlfljótsvatn hefur uppá að bjóða verður notað. Farið verður á báta, klifrað í klifurturninum og ýmislegt annað prófa.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á ræktun og skógrækt og vilja njóta þess að fræðast um leið og tækifæri er til að kynnast hressum krökkum með svipuð áhugamál.

Leiðbeinendur koma bæði frá Útilífsmiðstöðinni og Skógræktarfélaginu þannig að það verða sérfræðingar í öllum hlutverkum.

Dagsetningar í boði: 25.júlí – 28. júlí 2015. Verð 26.500.- á mann

Allt er innifalið í gjaldinu nema rúta til og frá Úlfljótsvatni. Hægt er að bóka námskeið og rútu í bókunarforminu hér á síðunni.
 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...