Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Mynd / Pixabay
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Búist er við að aðsteðjandi loftslagsógn muni gera norræna skóga, vistkerfi og samfélög viðkvæmari fyrir eldi en áður hefur verið. Þetta þýðir að efla þarf og þróa betur viðbúnað, hvort heldur er innan samfélaga eða við stjórnun skóga.

Norræna tengslanetið fyrir skógar- og gróðurelda (SNS) og Skógartjónamiðstöðin (SLU) hafa rannsakað hvernig hægt er að draga úr hættu á skógareldum í norrænum skógum. Sett hefur verið fram sérstök stefna og aðgerðaáætlun. Er því ætlað að fá stjórnvöld, skógareigendur og samfélög til að hugsa meira út frá skógareldasjónarmiðum og veita upplýsingar og ráðleggingar um hvernig unnt er að taka meira tillit til eldhættu og draga úr skógareldum.

Fyrsta skrefið í átt að eldþolinni skógrækt er sagt vera að viðurkenna virka brunahættu í norrænum skógum. Eldvarnir þurfi að vera hluti af allri skógrækt, greina þurfi viðbúnað vegna gróðurelda og efla þekkingargrunn. Þetta krefjist aðgerða á öllum stigum, allt frá menntun til stefnumótunar og löggjafar stjórnvalda, og kalli á þverfaglegt samstarf og þátttöku.

Mælt er með að skoðuð verði mismunandi áhrif aðferða í slökkvistarfi, með brunatilraunum, líkanagerð, hermun o.fl. Meta þurfi áhrif mismunandi skóggerða, landslags og mannvirkja m.t.t. eldhættu og rannsaka hættu á svokölluðum mega-eldum sem átt hafa sér stað m.a. í Suður-Evrópu. Þá er sögð þörf fyrir sameiginlega innviði meðal Norðurlandanna, svo sem alhliða gagnagrunna um skógarelda í löndunum, til að styðja við rannsóknir og ákvarðanatöku.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...