Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Á faglegum nótum 16. október 2017

Skógardagur Norðurlands í 70 ára gömlum Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á Skógardegi Norðurlands var því fagnað að sjötíu ár eru liðin á þessu ári frá því að ræktunarstörf hófust í Kjarna með stofnun gróðrarstöðvar og fyrstu gróðursetningum á því svæði sem nú kallast Kjarnaskógur.
 
Stóðu Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi af þessu tilefni í sumar. Var þar vígt nýtt grill- og útivistarsvæði á Birkivelli.
 
Fjöldi manns kom og naut veðurblíðunnar, þess sem á dagskránni var og alls þess sem Birkivöllur í Kjarnaskógi og nágrenni hans hefur að bjóða. 
 
Nýjasta svæðið í Kjarnaskógi, Birkivöllur var tekin í notkun á Skógardeginum.
 
Ólafur Thoroddsen, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, hélt ávarp, einnig Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Tryggvi Marinósson, ræktunarmaður og skátahöfðingi, sem minnti á þau tengsl sem ávallt hafa verið milli skátastarfs og skógræktar í Kjarnaskógi. Skátar hafa unnið mörg handtök í skóginum í áranna rás og í tilefni af því söng hópur skáta á öllum aldri sameiginlegan söng skáta og skógræktarfólks, Vertu til er vorið kallar á þig, ljóð Tryggva Þorsteinssonar skátahöfðingja sem segja má að sé sprottið upp í tengslum við skógræktarstarfið í Kjarna. 
 
Rækta Yndisgarð í Kjarnaskógi
 
Á hátíðinni var einnig skrifað undir samning milli Akureyrarbæjar, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Yndisgróðurs LBHÍ um ræktun nýs Yndisgarðs í Kjarnaskógi. Undir samninginn rituðu Eiríkur Björn Björgvinsson, Ingólfur Jóhannsson og Samson Bjarnar Harðarson sem flutti síðan erindi með glærum úti í skógi í nýjum „útifundarsal“ í sitkagreniskógi sunnan við grillhúsið á Birkivelli.
 
Lummur og sveppasúpa
 
Á dagskránni var gönguferð um framkvæmdasvæðið á Birkivelli og nágrenni, ratleikur, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sýndi sveppi sem vaxa í skóginum, poppað var yfir eldi, steiktar lummur og eldað ketilkaffi. Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um tálgun fersks viðar með aðstoð konu sinnar, Eyglóar Rúnarsdóttur. Þá bauð Félag skógarbænda á Norðurlandi upp á gómsæta skógarsveppasúpu sem sló í gegn. Svo naut fólk einfaldlega veðurblíðunnar, félagsskaparins við aðra viðstadda og auðvitað skógarins með öllu sem hann hefur að bjóða. 
 
Gestum bauðst að bragða á nýbökuðum funheitum lummum.
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...