Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27.–28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum.
Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27.–28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum.
Á faglegum nótum 31. júlí 2025

Skógarbændur BÍ eru nú aðilar að Félagi evrópskra skógarbændasamtaka (CEPF)

Höfundur: Dagbjartur er stjórnarmaður í búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ og Hlynur Gauti er starfsmaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ.

Það blása ferskir vindar um samtök Evrópskra skógarbænda (CEPF) þessi dægrin. Í lok maímánaðar var aðalfundur CEPF á Ítalíu þar sem búgreinadeild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt sem með fullri aðild að samtökunum. Það var ljóst snemma í opnunarerindinu hjá SvenErik Hammar, formanni CEPF, að mikið stæði til. Þegar hann var að bjóða gesti fundarins velkomna tók hann sérstaklega fram að tveir Íslendingar sæktu fundinn að þessu sinni og bauð hann þá sérstaklega velkomna.

Það hefur löngum verið í hávegum hjá íslenskum skógarbændum að styrkja tengsl til nágrannaþjóða okkar. Formleg aðild að CEPF er því stór viðburður í sögu skógarbænda, ekki bara á Íslandi heldur ekki síður Evrópu. Samstöðumátturinn er mikill. Þótt Ísland sé agnarsmá skógarþjóð í samhengi evrópskra þjóða þá mun þessi aðild styrkja samtökin út á við. Á fundinum var einnig samþykkt aðild tveggja skandinavískra skógarbændafélaga í CEPF, Norskog og Skogsellskapet, en Norðurlöndin eiga mikið undir samtökunum.

CEPF eru með höfuðstöðvar í Brussel, þar sem þeirra helsta starf fer fram. Fanny-Pomme, framkvæmdastjóri CEPF, bauð félögum að kíkja við í kaffi og jafnvel nýta fundaraðstöðuna hugnist þeim það. CEPF veita Evrópusambandinu aðhald og vinna að margs konar stefnumarkandi vinnu. Mörg hafa sitthvað að segja með stefnur Íslendinga að gera, enda eiga smáþjóðir það til að taka upp stefnur og strauma Evrópusambandsins án þess að líta á innihaldslýsinguna. Nú höfum við beinan aðgang að þessari stefnumótun ef við viljum. Sem dæmi um slíkt starf er: Sífelld endurskoðun á líffjölbreytileika og umhverfi, þróun landbúnaðarlands, kolefnisvottun, LULUCF, jarðvegs- og vatnsvernd og það sem nú þykir einna vinsælast, lífhagkerfi.

Það er margt sem lítil, en ört vaxandi skógarþjóð á borð við Ísland, getur nýtt sér úr samvinnunni við evrópska félaga. Fyrir það fyrsta stækkar tengslanetið umtalsvert. Þó lítil reynsla sé enn komin á starfið þá voru ýmis áform rædd sem myndu efla samskipti milli þjóða. Má þar t.d. nefna mögulega gestafyrirlesara sem munu jafnvel koma á þessu ári á viðburði hjá skógarbændum. Meira verður sagt frá því þegar nær dregur.

Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27.–28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum. Gestgjafarnir voru skógarbændafélagið Confagricoltura. Vettvangsferð var um asparrækt í héraðinu. Næsti aðalfundur CEPF verður haldinn í júní 2026 í Frakklandi. Vænta má að Íslendingar verði einn góðan veðurdag gestgjafar. Þá verður gaman að sýna og segja frá ört vaxandi fjölbreyttri skógarauðlind sem eflir lífhagkerfið og styrkir sjálfbæran landbúnað.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...