Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum.
Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum.
Mynd / GBE
Á faglegum nótum 13. október 2022

Skoðanakannanir og haustfundir

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur hjá BÍ.

Það eru ýmis verkefni fram undan hjá búgreinadeild nautgripabænda þetta haustið, líkt og önnur haust.

Guðrún Björg Egilsdóttir

Á næstu vikum verða tvær skoðanakannanir settar í loftið, önnur fyrir mjólkurframleiðendur og hin fyrir nautakjötsframleiðendur. Þeir bændur sem stunda bæði mjólkur- og nautakjötsframleiðslu eru beðnir um að svara báðum könnunum en tilgangur þeirra er að gefa stjórn og starfsfólki NautBÍ betri innsýn í stöðu greinarinnar.

Sömuleiðis koma niðurstöðurnar til með að vera leiðbeinandi fyrir starfs- og stjórnarfólk samtakanna í fyrstu skrefum endurskoðunar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar, samhliða ályktunum búgreinaþings.

Hvetjum við því nautgripabændur til þess að taka þátt og svara eftir bestu getu en nánari upplýsingar um kannanirnar verða birtar á vef okkar, www.bondi.is/naut.

Þann 14. október standa Bændasamtökin fyrir málþingi sem ber titilinn „Græn framtíð“ og fjallar um áskoranir og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á degi landbúnaðarins á Hótel Nordica en síðar sama dag opnar Landbúnaðarsýningin í Laugardalshöll. Bændasamtökin bjóða félagsmönnum sínum á sýninguna. Hvetjum við öll, fagfólk og áhugafólk um landbúnað, til að kíkja á sýninguna og taka spjallið við stjórnir og starfsfólk samtakanna en okkur má finna í sameiginlegum bás BÍ og RML, bás b14.

Haustfundir búgreinadeildar nautgripabænda BÍ eru fram undan en þeir verða með örlítið breyttu sniði þetta árið. Í stað þessa að fara yfir öll málefni nautgripabænda á landsvæðaskiptum fundum ætlum við að halda stærri fundi (fyrir allt landið) með afmarkaðra efni.

Haldnir verða a.m.k. tveir fundir með mismunandi áherslum, á fyrri fundinum förum við yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar og endurskoðun á verðlagsgrundvellinum. Á þeim fundi verður sömuleiðis farið yfir fyrirkomulag kvótamarkaða og jafnvægisverð. Á seinni fundinum verður farið yfir niðurstöður skoðanakannananna og rætt um hvaða stefnu bændur vilja taka í endurskoðun búvörusamninganna. Fundirnir fara fram í gegnum Teams og verða nánari upplýsingar um fundina birtar á vef okkar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...