Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Skjóða frá Hnjúki.
Skjóða frá Hnjúki.
Mynd / Maríanna Gestsdóttir
Fréttir 25. janúar 2024

Skjóða slær Íslandsmet

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nythæsta kýr landsins árið 2023 var Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal. Hún skilaði 14.762 lítrum mjólkur á liðnu ári, sem eru mestu ársafurðir sem mælst hafa úr íslenskri kú.

Á Hnjúki eru Maríanna Gestsdóttir og Sigurður Rúnar Magnússon bændur. Maríanna segist ekki hafa einhlíta skýringu á þessum árangri, en Skjóða hefur fengið sama fóður og meðferð og aðrar kýr á bænum. Hún sé stór og mikill gripur og af ætt nythárra kúa.

Maríanna minnist sérstaklega á langömmu Skjóðu sem hafi mjólkað heilt ofboð fyrir fimmtán árum. Þá er móðuramma Skjóðu undan fyrsta kynbótanautinu sem Sigurður og Maríanna sendu á nautastöð.

„Ég myndi ekki segja að hún sé frek, en hún gerir það sem hún ætlar sér,“ segir Maríanna aðspurð um hvaða karakter Skjóða hafi að geyma. Þá sé hún brussa þótt Maríanna bæti við að hún sé almennt þæg. Skjóða er fimm ára og er á sínu þriðja mjaltaskeiði.

Maríanna segir hana vera heilbrigða og býst ekki við öðru en hún eigi mikið inni. Þrátt fyrir þá miklu nyt sem hún var með þá missti hún aldrei hold.

Nokkur heppni spili inn í að Skjóða hafi orðið nythæsta kýr landsins, en hún bar í kringum jólin 2022 og var því ekki í geldstöðu neinn hluta síðasta árs. Skjóða náði yfir fimmtíu lítra dagsnyt í fjóra mánuði, sem Maríanna segir óvenju langan tíma, og mætti kýrin fjórum sinnum í mjaltaþjóninn á dag þegar mest var.

Nánar er fjallað um niður­stöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum á síðum 44–45 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Skylt efni: nythæstu kýrnar

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...