Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eignirnar voru staðsettar í húsnæði hótelsins við Hagatorg, en húsnæðið er rúmlega 18.000 fermetrar.
Eignirnar voru staðsettar í húsnæði hótelsins við Hagatorg, en húsnæðið er rúmlega 18.000 fermetrar.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 10. mars 2023

Skiptum á þrotabúinu lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum þann 22. september 2021, var bú Hótel Sögu ehf., við Hagatorgi í Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum þrotabúsins lauk þann 28. febrúar síðastliðinn.

Áslaug Árnadóttir, lögmaður og skiptastjóri í þrotabúi Hótel Sögu. Mynd / Aðsend

Áslaug Árnadóttir lögmaður, skipuð skiptastjóri í þrotabúinu, segir að strax við upphaf skipta hafi legið ljóst fyrir að þrotabúið ætti þó nokkuð af lausafjármunum.

Lýstar kröfur í búið námu 734.914.263 milljónum króna auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag. Að sögn Áslaugar voru samþykktar veðkröfur að fjárhæð 36.752.543 milljónum króna og voru þær greiddar að fullu. Auk þess sem samþykktar forgangskröfur að fjárhæð 73.043.026 milljónum króna voru greiddar að fullu.

Upp í samþykktar almennar kröfur að fjárhæð 625.118.694 milljónir króna voru greiddar 8.361.559 milljónir króna, eða um 1,33%.

„Lögð var mikil vinna í að afla upplýsinga um eignirnar og mögulegt verðmæti þeirra. Eignirnar voru staðsettar í húsnæði hótelsins við Hagatorg, en húsnæðið er rúmlega 18.000 fermetrar.

Um var að ræða eldhústæki og innréttingar í eldhús, húsgögn í um 235 hótelherbergjum auk húsgagna í fundarherbergjum, á tveimur veitingastöðum, í Súlnasal og í almennum rýmum. Einnig voru stórir kælar í húsinu, líkamsræktarsalur og mikið af ýmiss konar húsbúnaði.“

Áslaug segir að sala á lausafé hafi hafist í desember 2021 og lokið vorið 2022.

„Fljótlega var ljóst að umfang munanna var svo mikið að kaupa þurfti aðstoð við söluna. Einnig var keypt aðstoð við að farga þeim lausafjármunum sem ekki var mögulegt að selja og aðstoð við tæmingu húsnæðisins.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...