Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eiríkur Blöndal til vinstri og Sigurður Eyþórsson.
Eiríkur Blöndal til vinstri og Sigurður Eyþórsson.
Mynd / Samsett mynd
Fréttir 17. mars 2015

Skipt um framkvæmdastjóra hjá Bændasamtökum Íslands

Eiríkur Blöndal  mun að eigin ósk láta af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu mánaðamót.  Stjórn Bændasamtakanna hefur ákveðið að ráða Sigurð Eyþórsson sem framkvæmdastjóra BÍ  frá 1. apríl n.k. 

Var þetta tilkynnt á fundi með starfsmönnum  Bændasamtakanna í morgun.

Eiríkur hóf störf sem framkvæmdastjóri samtakanna í byrjun árs 2008. Næstu mánuði mun hann sinna verkefnum tengdum fasteignaþróun hjá  Hótel Sögu ehf., en auk þess er hann með búskap á Jaðri í Borgarfirði sem hann hyggst efla. 
 
Sigurður er 44 ára, fæddur að Kaldaðarnesi í Flóa í Árnessýslu. Hann hefur starfað fyrir samtök bænda frá árinu 2007, sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts,  auk hlutastarfs fyrir Bændasamtökin.  Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
 
Sigurður er kvæntur Sigríði Zoëga hjúkrunarfræðingi.
 
 
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f