Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skipað í starfshóp um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta
Fréttir 14. júní 2018

Skipað í starfshóp um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta

Skipað hefur verið í fimm manna starfshóp sem á að endurskoða regluverk um úthlutun á tollkvóta vegna tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins, sem tók gildi 1. maí síðastliðinn.

Samkvæmt samningnum munu tollfrjálsir tollkvótar, einkum á kjöti og ostum, stækka í skrefum til ársins 2021. Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að hlutverk starfshópsins verði að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Óli Björn Kárason, alþingismaður, formaður
  • Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
  • Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands
  • Tryggvi Másson, sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins

Starfshópurinn skal ljúka störfum eigi síðar en 1. nóvember 2018 og skila þá skýrslu með tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í tilkynningunni er haft eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að mikilvægt sé að staldra við og endurskoða hvernig þesum takmörkuðu gæðum sé úthlutað. Í mínum huga er grundvallaratriði að mögulegar breytingar skili sér með sem bestum hætti til neytenda í formi lægra vöruverðs og aukins vöruúrvals,segir ráðherra.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...