Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. október 2022

Skilaboðaskjóðan sett á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýri Skilaboðaskjóðunnar þekkja margir, en hana hafa margir kynnst, bæði í formi bókar Þorvaldar Þorsteinssonar sem útgefin var árið 1986 en líka á sviðum leikhúsanna, þá helst sem vinsælum söngleik.

Þorgrímur Svavar Runólfsson, eða Stóri dvergur, Kristín Björg Emanúelsdóttir í hlutverki Mjallhvítar og Ásta Ólöf Jónsdóttir sem Dreitill skógardvergur.

Sagan segir frá þeim Putta og Möddumömmu, búsettum í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Putta verður rænt af nátttrölli sem sér fyrir sér að breyta honum í tröllabrúðu en íbúar skógarins sameinast þá um að bjarga honum fyrir sólsetur, sem er eins og vitað er, örlagaríkur tími.

Einhverjir vankantar eru á áætluninni þegar nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr. Þetta er spennandi og hjartfólgið ævintýri sem nú birtist á fjölunum í Miðgarði* og á erindi við bæði börn og fullorðna.

Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, eða Möddumamma, og Haraldur Már Rúnarsson sem Snigill njósnadvergur.

Leikarar eru þrettán talsins í 18 hlutverkum, en alls koma um 35 manns að sýningunni. Höfundur er, eins og áður sagði, Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur tónlistar Jóhann G. Jóhannsson og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

Miðasalan hófst 30. september (pantanir í síma 849-9434) og er einungis um fjórar sýningar að ræða svo panti nú hver sem betur getur!

Frumsýning miðvikudaginn 12. okt. kl.18:00 - Önnur sýning föstudaginn 14. okt. kl. 18:00 - Þriðja sýning laugardaginn 15. okt. kl. 14:00 og svo lokasýning sunnudaginn 16. okt. kl. 14:00.

*(Leikfélagið þurfti að gera breytingu á sýningarstað vegna framkvæmda í Bifröst og verður því, að þessu sinni, sýnt í Miðgarði í Varmahlíð)

Skylt efni: Áhugaleikhús

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...