Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Drög að nýrri reglugerð um ráðgjafarnefnd og breytingar á reglum um sleppingu erfðabreyttra lífvera fela í sér aukna upplýsingaskyldu, skýrari birtingu gagna og uppfærðar verklagsreglur.
Drög að nýrri reglugerð um ráðgjafarnefnd og breytingar á reglum um sleppingu erfðabreyttra lífvera fela í sér aukna upplýsingaskyldu, skýrari birtingu gagna og uppfærðar verklagsreglur.
Mynd / Pixabay
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í samráðsgátt.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram breytingar á reglugerðum sem varða erfðabreyttar lífverur í samráðsgátt til umsagnar. Lagt er til að sett verði ný reglugerð um ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur, í stað eldri reglugerðar um sama efni nr. 68/1998. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera, nr. 728/2011, sem snúa m.a. að upplýsingagjöf Umhverfis- og orkustofnunar til ESA og trúnaðarmeðferð upplýsinga.

Breytingarnar koma til vegna ábendinga Umhverfis- og orkustofnunar og ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur, en talið var tímabært að skerpa á og uppfæra ákvæði framangreindra reglugerða.

Slepping og markaðssetning

Í breytingunum á reglugerð nr. 728/2011 felst m.a. að Umhverfisstofnun er formlega breytt í Umhverfis- og orkustofnun í texta reglugerðarinnar. Þá er kveðið á um að umsóknir og fylgigögn skuli vera í samræmi við stöðluð gagnasnið þegar þau eru til staðar. Upplýsingaskylda gagnvart ESA er aukin; stofnunin skal senda ESA útdrátt úr umsóknum innan 30 daga og árlega skrá yfir erfðabreyttar lífverur sem sleppt hefur verið í rannsóknarskyni eða umsóknir sem hefur verið hafnað.

Einnig er skerpt á ákvæðum um birtingu upplýsinga. Umsóknir og stuðningsgögn skulu birt á vef Umhverfis- og orkustofnunar, að undanskildum trúnaðarupplýsingum. Umsækjandi getur óskað eftir trúnaðarmeðferð fyrir tiltekin atriði, t.d. DNA-raðir og kynbótaáætlanir, með rökstuðningi. Ákvæði tryggja að upplýsingar sem varða heilsu manna eða umhverfis verði birtar þrátt fyrir trúnaðarkröfur.

Ný reglugerð um ráðgjafanefnd

Ný reglugerð um ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur skilgreinir hlutverk nefndarinnar sem ráðgjafa ráðherra og Umhverfis- og orkustofnunar um framkvæmd laga nr. 18/1996. Nefndin veitir umsagnir um umsóknir, reglugerðir og fræðslu, og skal skila ársskýrslu. Umsagnarfrestur er 30 dagar fyrir afmarkaða notkun og 45 dagar fyrir sleppingu eða markaðssetningu. Reglugerðin kveður á um trúnaðarskyldu nefndarmanna og að fundir séu haldnir að lágmarki tvisvar á ári.

Málið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda til 18. desember.

Skylt efni: Erfðabreytt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...