Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Skemmtilegt veiðisvæði og fjölbreytt

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er eitthvað sem heillar mig við þetta svæði,“ sagði veiðimaður í samtali við tíðindamann Bændablaðsins á dögunum.
 
„Saurbærinn, Skarðsströndin, Fellsströndin og Dalirnir,“ sagði veiðimaðurinn.
 
„Ég  fór í þrjár laxveiðiár á svæðinu í sumar  og tvær í fyrra, þær gáfu vel af fiski.“
 
 Já, við skulum aðeins kíkja á svæðið sem er verið að tala um.
 
„Lokatölurnar úr Hvolsá eru 320  laxar og um 200 bleikjur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal, er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum sem gáfu vel í sumar.
 
„Sleppingar og lagfæringar í lóninu er að skila sér, fiskurinn stoppar minna í lóninu,“ sagði Þórarinn enn fremur.
 
Sett í tvær sleppitjarnir
 
Sett var í tvær sleppitjarnir, eina í Hvolsá og eina í Staðarhólsá, sem hafa skilað vel af fiski og veiðin verður jafnari en verið hefur.
 
Krossá gaf 91 lax en  áin var að skipta um hendur. Svisslendingar  voru að taka hana á leigu, en Hreggnasi sleppti takinu á henni eftir nokkur ár.  Svisslendingarnir eiga  Búðardalsá að langstærstum hluta. Búðardalsá  gaf  331 lax og Íslendingar sem voru við veiðar í henni í ágúst fengu fína veiði enda hafði rignt aðeins.
 
Svisslendingar leigja fleiri veiðiár á þessum slóðum, Dunká og Álftá líka. Tímarnir breytast og svona er þetta bara. Erlendur veiðimaður er kominn með Hítará.
 
170 laxar í Flekkudalsá
 
„Flekkudalsáin endaði í 170 löxum,“ sagði Ingólfur Helgason leigutaki. Margir fara í Flekkudalsá á hverju ári til að renna fyrir fiska, þar er fallegt við ána og veiðivon töluverð. 
 
„Við enduðum veiðina í Laxá í Dölum í 1207,“ sagði Haraldur Eiríksson, sem er töluvert betra en í fyrra. Og það veiddust nokkrir vænir laxar í sumar í henni.
 
Haukadalsá endaði í 629 þetta sumarið. Miðá kom vel út í sumar og þar veiddust 374 laxar og hellingur af bleikju. 
 
Veiðilendurnar eru víða í Dölunum, Efri-Haukadalsá,  Miðá, Hörðudalsá, Strauma og Dunká.
 
„Það má veiða á flugu og maðk í nokkrum af þessum veiðiám, krakkarnir geta veitt og fengið fína veiði, bleikjan er enn þá til á svæðinu. Við fengum flottar bleikjur á fluguna, tveggja, þriggja punda, en gaman að fá bleikjuna til að taka hana. Þetta er að líða undir lok, þessi bleikjuveiði, víða, samt ekki alls staðar,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Skylt efni: Dalir | stangaveiði | stangveiði

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...