Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á myndinni er horft yfir bæjarhúsin á Skjaldfönn og yfir dalinn í átt að Laugalandi sem stendur handan árinnar.
Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á myndinni er horft yfir bæjarhúsin á Skjaldfönn og yfir dalinn í átt að Laugalandi sem stendur handan árinnar.
Fréttir 17. júlí 2014

Skemmdir í Skjaldfannardal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar skemmdir hafa orðið á varnargörðum við bæinn Skjaldfönn í Skjaldfannardal í kjölfar leysinga og vatnavaxta í Selá sem fylgdu djúpri lægð sem gekk yfir landið fyrir skömmu. Allir skurðir eru fullir af vatni og tún kaffærð í jökulleir.

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp, segir gríðarlegar leysingar hafa verið í síðustu viku og hreint ekkert annað en hamfaraflóð í dalnum.

Snjóþungur vetur

„Veturinn var einstaklega snjóþungur og í kjölfar lægðarinnar sem gekk yfir landið ekki alls fyrir löngu urðu miklar leysingar ásamt mikilli útkomu og aðstæður þannig bráðnunin varð nánast öll í einu og það fór allt á flott.“

Indriði segir engar heimildir um flóð af þessu tagi áður í Skjaldfannardal enda mjög sérstakar aðstæður að ræða þegar fara saman mikil snjóalög og mikla úrkomu.

Skemmdir á varnargörðum

Að sögn Indriða eru talsverðar skemmdir á varnargörðum við Selá en görðunum er ætlað að verja túnin á Skjaldfönn fyrir ágangi Selár og landbroti. „Selá er jökulá sem ber fram gríðarlegt magn af möl og sandi og farvegur hennar breytist ört. Í flóðinu núna má segja að áin hafi eyðilegt þrjá af fjórum mikilvægustu varnargörðunum á jörðinni. Tjónið er því upp á margar milljónir króna.“

Túnin á kafi í leir

Í vatnavöxtunum rann áin einnig yfir tún og kaffærði þau í jökulleir sem gras á erfitt með að vaxa upp í gegn. Indriði óttast því að lítið hey fáist af túnunum í sumar.

„Til viðbótar þessu eru allir skurðir á Skjaldfönn fullir af jökulvatni úr Selá sem étur bakka þeirra og grynnir um leið,“ segir Indriði.

11 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...