Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skeiðönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 16. júní 2023

Skeiðönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Skeiðönd er fremur sérkennileg buslönd með stóran og mikinn gogg sem hún notar til að sía fæðu úr vatni eða leðju. Líkt og aðrar buslendur þá stingur hún höfðinu ofan í vatnið í fæðuleit eða hálfkafar með stélið upp. Þessi fæða sem hún síar úr vatninu eru sviflæg krabbadýr, lirfur, skordýr, fræ og plöntuleifar. Hún er nokkuð minni en stokkönd, með fremur stuttan háls og þennan einkennandi stóra gogg sem er eins og skeið í laginu. Skeiðendur hafa ekki orpið hér á Íslandi nema í tæplega 100 ár og telst því nokkuð nýr varpfugl. Stofninn er lítill, eða um 50 pör, sem gerir hana að sjaldgæfustu andartegundinni sem verpir reglulega á Íslandi. Hún sækir helst í lífrík votlendissvæði og verpir hér í flestum landshlutum en er þó algengust á Norður- og Norðausturlandi. Hér er hún farfugl og er talið að þeir fuglar sem verpa hér hafi vetursetu í Bretlandseyjum og er Ísland sennilega á norðurmörkum útbreiðslu hennar í Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...