Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Mynd / TB
Fréttir 17. desember 2019

Skeggrætt við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur um Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Höfundur: Ritstjórn

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, er viðmælandi Áskels Þórissonar í nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Skeggrætt. Hafdís hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir tólf viðburðarík ár þar sem hún hefur ferðast víða og kynnst nemendum úr öllum heimshornum. Í viðtalinu segir hún m.a. frá starfsemi Landgræðsluskólans, gildi alþjóðlegrar samvinnu, áhrifum loftslagsbreytinga á landbótastarf og mikilvægi sjálfbærrar þróunar.

Landeyðing er ekki séríslenskt vandamál heldur alþjóðlegt. Vítt og breytt um heiminn þarf fólk að heyja sömu baráttuna í umhverfismálum, vegna sandfoks, ofbeitar, námavinnslu og fleira. Uppbygging þekkingar og samvinna þjóða heims er lykillinn að því að berjast fyrir sjálfbærri framtíð að mati Hafdísar Hönnu.

Sambúð manns og náttúru

Sambúð manns og náttúru er að mörgu leyti stormasöm og í umræðu um loftslagsmál og ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ekki alltaf ástæða til bjartsýni. Í þættinum er Hafdís Hanna meðal annars spurð að því hvort mannskepnan geti yfirleitt lifað í sátt við náttúruna.

 „Ég ætla bara að trúa því, er svo bjartsýn að eðlisfari. Við erum auðvitað hluti af náttúrunni og eigum ekki að taka manninn sérstaklega út fyrir sviga. Við tölum oft um vistkerfisþjónustu, hvort sem það eru skógar, votlendi, graslendi, vötn eða hvað sem er. Við erum algjörlega háð þeirri þjónustu sem þessi vistkerfi eru að veita okkur. Þarna fáum við efnivið í húsbyggingar, í fötin okkar, hreint vatn og hreinan jarðveg. Maturinn sem við ræktum í moldinni eða lyf sem við vinnum.“ Hún segir að við séum algjörlega háð náttúrunni og gæðum hennar sem við megum ekki taka sem sjálfsögðum hlut.  „Við þurfum virkilega að hugsa okkar gang.“


Áskell Þórisson er fyrrum ritstjóri Bændablaðsins og hefur m.a. unnið sem útgáfustjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann starfar hjá Landgræðslunni í dag sem kynningar- og upplýsingafulltrúi.

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni

Áskell Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins, mun í þáttunum skeggræða við viðmælendur um umhverfismál í víðu samhengi. Þættirnir eru teknir upp hjá Bændablaðinu og verða birtir inni á bbl.is. Þeir verða aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum í fyllingu tímans.

Hægt er að hlusta á Skeggrætt í spilaranum hér undir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...