Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
SKE skoðar útboð á tollum
Mynd / Unsplash
Fréttir 31. janúar 2024

SKE skoðar útboð á tollum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkeppniseftirlitið (SKE) ætlar að kynna sér niðurstöður útboðs á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu.

Niðurstöður síðasta útboðs sýna fram á hrun í eftirspurn og mikla lækkun á jafnvægisverði í nokkrum tollflokkum, öfugt við þróun markaða og fyrri útboð. Munurinn var áberandi í nautakjöti en þar reyndist jafnvægisverð 1 króna fyrir hvert innflutt kíló en var 550 og 690 kr/kg í fyrra.

Umfjöllun um niðurstöður útboðsins gaf Samkeppniseftirlitinu tilefni til að skoða málið í samræmi við málsmeðferðarreglur stofnunarinnar. Samkvæmt svari frá stofnuninni mun hún kynna sér málið en ekki liggja fyrir neinar ákvarðanir um athuganir á þeim atvikum sem vakin var athygli á í umfjöllun Bændablaðsins.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu rekenda, sagði í hádegisfréttum RÚV að töluverðar birgðir hafi verið til staðar í landinu fyrir útboðið. Félagið heldur þó engar skrár um birgðastöðu.

Aðspurður segist Ólafur hafa orð innflytjenda fyrir því að í lok árs hafi talsverðar birgðir verið til vegna minni eftirspurnar á markaðnum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...