Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Höfundur: Álfsól Lind Benjamínsdóttir, skógfræðingur frá norska landbúnaðarháskólanum (NMBU).

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Álfsól Lind Benjamínsdóttir

Meðal mælenda var Erling Bergsaker frá Norskog, en hann hélt erindi um áhrif skatta á skógargeirann í Noregi. Í gegnum sérstakan sjóð, Skogfond, fá skógareigendur skattafslátt af tekjum frá skóginum gegn því að fjárfesta í betrumbótum á eigin skógi. Skattaumhverfið hvetur því skógareigandur til að hlúa vel að sínum skógum landsins.

Hvað er Skogfond?

Skogfond er norst skattaívilnunarkerfi fyrir skógareigendur. Þegar skógareigandi þénar á skógi sínum leggst ákveðin upphæð af tekjunum inn á sérstakan Skogfond-reikning. Hver og ein skógarjörð á sinn eigin Skogfond- reikning, sem fylgir jörðinni en ekki eiganda jarðarinnar, og erfist því við eigendaskipti.

Hvernig virkar Skogfondreikningur?

Þegar skógareigandi fær tekjur úr skóginum, t.d. við lokahögg, er hann skyldaður samkvæmt norskum lögum að leggja 4-40% af tekjunum inn á Skogfond-reikninginn sinn. Við innlögn er ekki greiddur skattur af upphæðinni. Þegar skógareigandi fer í framkvæmdir í skóginum og tekur pening út af reikningnum er einungis greiddur 15% skattur af úttekinni upphæð. Sjóðinn á Skogfondreikningi er einungis hægt að nota í uppbyggingu eða rekstur skógarins, þ.á m. í plöntukostnað, girðingavinnu og uppbyggingu eða viðhald slóða.

Hverjir sjá um Skogfond?

Skógaryfirvöld í Noregi sjá um Skogfond. Vextir af Skogfondreikningum fara til yfirvalda og eru notaðir í verkefni sem gagnast skógargeiranum í heild sinni, t.d. námskeið, upplýsingagjöf, kaup af tækjabúnaði, styrki o.s.frv.

Hver eru áhrif Skogfond?

Fyrir skógareiganda eru mikilvægustu áhrif Skogfond þau að 85% tekna sem skógareigandi leggur inn á sinn Skogfond-reikning er skattfrjáls. Þar sem innistæðu Skogfond-reikningsins er einugnis hægt að nýta í uppbyggingu eða viðhald skógarauðlindar bóndans sem eykur innviðauppbyggingu skóganna. Þegar fjárhagsstaða skógarbónda styrkist á sama tíma og innviðir skógarins aukast breytast óarðbærð skógarsvæði, t.d. vegna lélegs aðgengis, í verðmæti fyrir skógareiganda sem skilar inn enn hærri tekjum. Þetta skapar hringrásarhagkerfi sem byggir upp skógarauðlind og tryggir arðbæra framtíð fyrir komandi kynslóð skógareiganda.

Dæmi:

Skógareigandi þénar 1.000.000 kr á lokahöggi. Kostnaður við skógarhöggið er 200.000 kr. Skógareigandi getur valið að leggja 4-40% inn í Skogfond. Af tekjum sem ekki fara í Skogfond er borgaður hefðbundinn skattur, hér 45%. Skógareigandi fjárfestir 300,000 kr. í skóg sínum eftir lokahögg, t.d. við plöntun til að halda skógrækt áfram. Í þessu dæmi þénar skógareigandi 68.000 kr. meira að hafa nýtt sér skattaafslætti sem fást með notkun Skogfond

Skogfond til Íslands?

Skógarhögg á Íslandi hefur aukist á síðustu árum, og eykst enn meira eftir því sem skógar landsins verða eldri. Því verður mikil þörf á skattakerfi í líkingu Skogfond í nákominni framtíð. Slíkt kerfi tryggir áframhaldandi uppbyggingu skógarauðlindarinnar um ókomna framtíð.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...