Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eiður Gunnlaugsson.
Eiður Gunnlaugsson.
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir og Sigurður Már Harðarson

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð Kaupfélags Skagfirðinga í hlut þeirra.

Eiður segir að allt taki enda, ástæða sölu þeirra sé sú að þeir séu komnir á aldur enda búnir að vera í þessari grein í meira en 50 ár og rekið Kjarnafæði í 39 ár. „Við höfum fundið fyrir ríkum vilja bænda að þessi leið sé farin í átt að frekari hagræðingu.“

Spurður hvort þeir bræður hafi íhugað sölu á fyrirtækinu
alveg frá því að Alþingi samþykkti breytingarnar á búvörulögum í vor segir Eiður svo ekki vera. „Við vissum alltaf að það yrði að hagræða í slátrun og vorum að skoða möguleika á því að fá aðila til að koma með aukið hlutafé að félaginu til að geta farið í slíka hagræðingu. Í raun var mjög skammur aðdragandi að sölunni og þetta var frágengið bara í síðustu viku.“

Verulegur rekstrarbati

Formlegur samruni Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða gekk í gegn í júlí 2021, eftir að uppfyllt höfðu verið skilyrði Samkeppniseftirlitsins. Viðræður um sameiningu höfðu staðið yfir frá árinu 2018. Við samrunann varð félagið stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins.

Rekstrarskilyrði félaganna höfðu versnað verulega á þessum árum, auk þess sem áhrif frá Covid-19 farsóttinni gerði stöðu þeirra enn þyngri. Frá sameiningunni hefur orðið verulegur rekstrarbati hjá Kjarnafæði Norðlenska. Á árinu 2022, á fyrsta heila rekstrarárinu skilaði reksturinn 231,5 milljóna króna hagnaði fyrir skatta en á síðasta ári nam hagnaðurinn 385,5 milljónum króna fyrir skatta. Var aðhaldi í rekstri og hagræðingaraðgerðum þakkað góðri afkomu þrátt fyrir íþyngjandi fjármagnskostnað.

Stofnuðu Kjarnafæði eftir að kaupfélagið hætti

Að sögn Eiðs fólst starfsemi þeirra bræðra í fyrstu ekki eingöngu í kjötvinnslu. Þeir hafi verið í framleiðslu á salötum og pitsum og rekið heildsölu, veitingasölu og ýmsa þjónustu.

„Við unnum áður hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, við slátrun og kjötvinnslu. Síðan stofnuðum við Kjarnafæði eftir að kaupfélagið hætti og vorum með margs konar starfsemi á þeim tíma. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu í rekstrinum, en á síðustu misserum hefur auðvitað gengið betur, sem hefur auðvitað skilað sér í hækkunum á afurðaverði til bænda. Við vonumst til að þessi samruni muni skila enn meiru til bænda og neytenda, enda er meiri slagkraftur til þess í enn stærra fyrirtæki,“ segir Eiður. Hann bætir við að gert sé ráð fyrir að starfsemi starfsstöðva Kjarnafæðis Norðlenska verði óbreytt á Norðurlandi.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...