Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eiður Gunnlaugsson.
Eiður Gunnlaugsson.
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir og Sigurður Már Harðarson

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð Kaupfélags Skagfirðinga í hlut þeirra.

Eiður segir að allt taki enda, ástæða sölu þeirra sé sú að þeir séu komnir á aldur enda búnir að vera í þessari grein í meira en 50 ár og rekið Kjarnafæði í 39 ár. „Við höfum fundið fyrir ríkum vilja bænda að þessi leið sé farin í átt að frekari hagræðingu.“

Spurður hvort þeir bræður hafi íhugað sölu á fyrirtækinu
alveg frá því að Alþingi samþykkti breytingarnar á búvörulögum í vor segir Eiður svo ekki vera. „Við vissum alltaf að það yrði að hagræða í slátrun og vorum að skoða möguleika á því að fá aðila til að koma með aukið hlutafé að félaginu til að geta farið í slíka hagræðingu. Í raun var mjög skammur aðdragandi að sölunni og þetta var frágengið bara í síðustu viku.“

Verulegur rekstrarbati

Formlegur samruni Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða gekk í gegn í júlí 2021, eftir að uppfyllt höfðu verið skilyrði Samkeppniseftirlitsins. Viðræður um sameiningu höfðu staðið yfir frá árinu 2018. Við samrunann varð félagið stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins.

Rekstrarskilyrði félaganna höfðu versnað verulega á þessum árum, auk þess sem áhrif frá Covid-19 farsóttinni gerði stöðu þeirra enn þyngri. Frá sameiningunni hefur orðið verulegur rekstrarbati hjá Kjarnafæði Norðlenska. Á árinu 2022, á fyrsta heila rekstrarárinu skilaði reksturinn 231,5 milljóna króna hagnaði fyrir skatta en á síðasta ári nam hagnaðurinn 385,5 milljónum króna fyrir skatta. Var aðhaldi í rekstri og hagræðingaraðgerðum þakkað góðri afkomu þrátt fyrir íþyngjandi fjármagnskostnað.

Stofnuðu Kjarnafæði eftir að kaupfélagið hætti

Að sögn Eiðs fólst starfsemi þeirra bræðra í fyrstu ekki eingöngu í kjötvinnslu. Þeir hafi verið í framleiðslu á salötum og pitsum og rekið heildsölu, veitingasölu og ýmsa þjónustu.

„Við unnum áður hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, við slátrun og kjötvinnslu. Síðan stofnuðum við Kjarnafæði eftir að kaupfélagið hætti og vorum með margs konar starfsemi á þeim tíma. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu í rekstrinum, en á síðustu misserum hefur auðvitað gengið betur, sem hefur auðvitað skilað sér í hækkunum á afurðaverði til bænda. Við vonumst til að þessi samruni muni skila enn meiru til bænda og neytenda, enda er meiri slagkraftur til þess í enn stærra fyrirtæki,“ segir Eiður. Hann bætir við að gert sé ráð fyrir að starfsemi starfsstöðva Kjarnafæðis Norðlenska verði óbreytt á Norðurlandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...