Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skammidalur 1 og 2
Bóndinn 25. júlí 2016

Skammidalur 1 og 2

Jóhann Pálmason og Lára Odd­steins­dóttir keyptu Skammadal 2 og 45 prósenta hlut af Skammadal 1 af þeim bræðrum Guðgeiri og Árna Sigurðssonum í júní árið 2014 og fluttu þangað í lok desember það sama ár. Með í kaupunum fylgdu 7 kýr og 14 ær. Fyrir áttu þau um 40 kindur og nokkur hross.
 
Býli:  Skammidalur 1 og 2.
 
Staðsett í sveit: Í Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Jóhann Pálmason og Lára Oddsteinsdóttir 
 
Fjölskyldustærð og gæludýr: 
Saman eigum við synina Daða Stein, 8 ára og Andra Berg, 6 ára, fyrir átti Jóhann dótturina Hörpu Rún, 19 ára, sem býr á Suður-Fossi hér í sveit og Lára átti Þuríði Ingu, 18 ára og Sigurð Ásgrím, 15 ára, sem búa hér í Skammadal. Hundurinn á bænum heitir Skotta
 
Stærð jarðar? Ræktað land tæpir 30 ha, óræktað mýrlendi um 70 ha, auk þess óskipt heiðarlendi.
 
Gerð bús? Nautgripir, sauðfé og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru nautin tæplega 80, rúmlega 100 kindur, 9 hross, 10 hænuungar og 1 hundur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Gegningar alla daga í fjósi og fjárhúsi þegar féð er á gjöf.  Ferðaþjónustan er svo í miklum uppgangi hér í Mýrdalnum og njótum við góðs af því, svo henni þarf að sinna því eftir því sem bókanir segja til um. Við vinnum svo af og til eitthvað utan bús. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst öll bústörf vera skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og í dag nema aðeins fleiri nautgripir, eftir að við höfum breytt fjósinu öllu í lausagöngu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Fylgjumst lítið með þeim og getum þar af leiðandi litla skoðun haft á þeim.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að honum muni vegna vel, ef passað verður áfram upp á heilnæmi og hreinleika afurða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Meiri og markvissari markaðssetning á heilnæmum afurðum, bæði nauta- og sauðfjárafurðum.   
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, ab-mjólk og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sumir myndu vilja kjötsúpu í öll mál, aðrir pitsu, en húsbóndinn myndi aldrei velja fisk fengi hann matseðlinum ráðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við slepptum fénu okkar á nýja heimahaga haustið 2014 og fyrstu nautkálfarnir komu í fjósið. Annars var allt árið 2014 eftirminnilegt, þráláti draumurinn um búsetu í sveit rættist loksins.
 
Fjölskyldan við fermingu Sigurðar Ásgríms árið 2015.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...