Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á netinu.

Þær skipta líklega tugum milljóna á ótal vefsíðum. Langoftast eru þær á þá leið að annaðhvort hvítur eða svartur á leik og á að geta mátað í 2–4 leikjum. Stundum er lausnin ekki á þann veg að skákin endi með máti, heldur næst fram liðsvinningar hjá andstæðingnum, sem ætti að leiða til sigurs síðar í skákinni.

Styrkleiki þrautanna er misjafn. Sumar þeirra eru „léttar“ en aðrar teljast í þyngri kantinum og svo eru mjög erfiðar þrautir til, sem jafnvel sterkir skákmenn eiga í erfiðleikum með að leysa. Mjög algengt er að upphafsstaðan í skákþrautum sé á þann veg að sá sem á að vinna skákina (þrautina) er með tapaða stöðu á borðinu og jafnvel þannig að andstæðingurinn eigi mát í einum leik. Mjög algengt er að fórn á manni í fyrsta leik sé rétta lausnin og jafnvel þó svo að það sé drottning. 

Þrautin í dag telst vera í léttari kantinum og dæmigerð þraut þar sem hvítur á leik og mátar í þremur leikjum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og vinnur í þriðja leik Hc5 + Ke4
Dxb7+ Kd4 (þvingað)
Dd5 Mát!
(Kóngurinn hefði getað farið á d4 í sínum fyrsta leik en þá átti hvítur mát í tveim leikum)

Hér er annað dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.lichess.org.

Skylt efni: Skák

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...