Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák.
Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák.
Mynd / timarit.is
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði halda mörg skákfélög sín árlegu meistaramót, oft kölluð skákþing.

Skákþing Kópavogs fór fram í byrjun janúar. Taflfélag Reykjavíkur heldur sitt árlega Skákþing Reykjavíkur í janúar, sem reyndar teygir sig líka aðeins inn í febrúar. Skákþing Akureyrar stendur yfir í janúar og líka aðeins inn í febrúar og Skákþing Goðans í Þingeyjarsýslu og Húsavík verður teflt á einni helgi á Húsavík í janúar.

Fyrirkomulag á þessum skákþingum getur verið misjafnt. Sum þeirra eru tefld á einni helgi og með blöndu af atskákum og kappskákum. Önnur eru tefld yfir lengri tíma og eingöngu kappskákir í boði. Dæmi eru um að sum þessara móta séu riðlaskipt og/eða tefld í nokkrum styrkleikaflokkum. Allt fer þetta eftir stærð og hentugleika hvers félags fyrir sig. Félögin reyna oftast að gera það sem þau geta til að tryggja að sem flestir geti verið með og þá er rétt tímasetning stórt atriði.

Það hefur sýnt sig að í janúar er fólk alla jafna ekki mikið á þvælingi, svo skömmu eftir jól og áramót, og það gildir líka um skákmenn. Þess vegna er tilvalið að halda skákmót á „dauðum“ tíma eins og janúar oft er. Febrúar getur líka verið hentugur, en þegar líða tekur nær vori vandast málið. En það er kannski einmitt þess vegna sem janúar er mikill skákmánuður á Íslandi.

Íslenski skákdagurinn er líka haldinn 26. janúar ár hvert. Það er afmælisdagur Friðriks Ólafssonar, sem er fyrsti stórmeistari Íslendinga, en hann verður níræður í ár. Það er því við hæfi að birta eina stöðumynd úr einni af skákum Friðriks.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.  Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Friðrik hafði hér hvítt gegn „töframanninum frá Ríga“, Mikhail Tal, og í fljótu bragði virðist sem drottning Friðriks sé í vandræðum. Tal lék síðast 21....Hc8 sem reyndist vera afleikur því eftir 22. leik hvíts Dxc8 – skák, gaf Tal skákina þar sem hann má ekki taka drottninguna með biskup því þá á hvítur mát í einum leik. (He8+ mát). Tal getur leikið fyrir skákina með riddara, en er samt orðinn hrók undir sem er ekki vænlegt til árangurs.

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...