Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Höfundur: Gauti Páll Jónsson.

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði verið starfandi Taflfélag í Bolungarvík og enn áður einnig á Ísafirði. Hið nýja félag tengir nafn sitt ekki við neina ákveðna byggð, er þess í stað fyrir Vestfirði alla. Höfuðstöðvar þess verða þó á Ísafirði.

Halldór Pálmi Bjarkason er formaður hins nýstofnaða félags en Halldór kom líka við sögu í síðasta pistli um Landsmótið í skólaskák. Félagið fer af stað með krafti, heldur hraðskákmót öll þriðjudagssíðdegi sem hafa verið vel sótt. Stundum mæta fleiri á þriðjudagsmótin fyrir vestan en samnefnd mót í Reykjavík! Flestir þátttakendur eru af yngstu kynslóðinni.

Guðmundur Gíslason er Fide-meistari í skák og sterkasti skákmaður Vestfjarða. Fyrir upphaf þriðjudagsmótanna er hann með létta kennslu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Ég man sjálfur eftir því hversu mikill ástríðuskákmaður Guðmundur var (og er enn!) þegar hann keyrði eða flaug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur til að tefla á kappskákmótum í Taflfélagi Reykjavíkur. Geri aðrir betur! Einhvern tímann áttum við að tefla kappskák en hann komst ekki vegna slæms veðurs. Ég samþykkti að tefla frestaða skák og Guðmundur þakkaði mér kærlega fyrir að samþykkja það, áður en hann vann mig sannfærandi. Eftir þá skák lærði ég að yfirleitt væri best að drepa til baka í átt að miðborðinu. Þegar ég leik …hxg3 eða aðra svipaða leiki hugsa ég til Guðmundar.

Afmælismót Guðmundar fer fram 12.–13. júlí næstkomandi á Ísafirði. Tefld verður bæði hrað- og atskák og verðlaun í ýmsum flokkum. Nánari upplýsingar um mótið má sjá á skak. is sem er fréttavefur skákhreyfingarinnar á Íslandi.

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...