Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Fuglaflensa hefur greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri.
Fuglaflensa hefur greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri.
Mynd / Pixabay
Fréttir 23. október 2025

Skæð H5N5 greinist í refum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fuglaflensa hefur nú greinst í refum við Keflavíkurflugvöll og á Þingeyri.

Skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5 sem greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september sl. og í fuglum og spendýrum hérlendis síðasta vetur, hefur nú greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri. Óvissustig er í gildi vegna aukinnar smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi frá villtum fuglum.

Skætt afbrigði fuglainflúensuveiru H5N5 greindist fyrst í spendýrum hérlendis síðastliðinn vetur í heimilisköttum, einum mink og einum ref, dreift víða um land. Þetta afbrigði hefur einnig greinst í villtum spendýrum í öðrum löndum á norðurhveli þar sem villtir fuglar hafa verið sýktir af sama afbrigði H5N5.

Matvælastofnun hvetur fuglaeigendur til að tryggja öflugar sóttvarnir til að draga úr líkum á að smit berist frá villtum fuglum í fuglahópa í haldi. Mikilvægt er að sýna aðgát og fylgjast með heilsufari fugla í haldi. Tilkynna skal tafarlaust til Matvælastofnunar ef grunur vaknar um óvenjuleg veikindi eða dauðsföll meðal fugla.

Almenningur er beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Allar tilkynningar eru skráðar og eru aðgengilegar í mælaborði um fuglainflúensu, en þar má einnig finna upplýsingar um greiningar á fuglainflúensu í villtum fuglum og spendýrum.

Skylt efni: fuglaflensa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...