Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Skaðvaldar á trjám og runnum
Á faglegum nótum 16. apríl 2025

Skaðvaldar á trjám og runnum

Höfundur: Helga Ösp Jónsdóttir og Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingar hjá Landi og skógi.

Skógar byggja upp fjölbreytta skógarauðlind sem veitir mönnum og náttúru ýmiss konar þjónustu.

Sú þjónusta getur verið efnahagsleg í formi auðlinda m.a. til viðarframleiðslu, umhverfisleg með gróður- og jarðvegsvernd, skjólmyndun og bindingu kolefnis. Síðast en ekki síst getur þetta verið félagsleg og lýðheilsuleg þjónusta í formi útvistarskóga og grænna svæða í byggð. Heilbrigði skóga hefur áhrif á gildi þeirra og getu til að veita þessa fjölbreyttu þjónustu. Oft og tíðum ímyndar maður sér skógana sem heildstætt kerfi þar sem ákveðið jafnvægi ríki en í raun eru skógarnir tiltölulega flókið og breytilegt kerfi. Skógarvistkerfið samanstendur af mörgum þáttum eins og trjátegundum og öðrum plöntutegundum, dýrum smáum sem stórum, örverum og jarðvegi ásamt ólíkum umhverfisþáttum.

Í umhverfinu eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á heilbrigði trjáa. Flest skordýr teljast hagnýt, eru skaðlaus gagnvart trjám og gegna mikilvægu hlutverki í lífríkinu á meðan önnur skordýr valda beinum skaða á trjám og eru því talin vera meindýr. Það sama gildir um örverur, hvort sem um er að ræða bakteríur eða sveppi, að langflestar örverur gegna ákveðnu nytsamlegu hlutverki í lífríkinu t.a.m. í ýmsum niðurbrotsferlum á meðan sumar örverur sníkja af lifandi plöntum og geta því valdið plöntusjúkdómum og skaðlegum áhrifum á trjám. Aðrir þættir úr umhverfinu, til að mynda óhagstætt veðurfar og skortur eða ofgnótt ljóss, vatns og næringarefna, geta einnig valdið skaða á plöntum og er þá talað um kjarrænan skaða.

Afleiðingarnar geta verið misalvarlegar, allt frá því að vera einungis sjónrænn skaði á plöntunni upp í alvarlegt vaxtartap og jafnvel trjádauða. Þegar planta er að berjast við skaðvald hefur hún einnig minni orku til að verjast öðrum skaðvöldum og þar með minni samkeppnishæfni gagnvart öðrum plöntum sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hana.

Á Íslandi finnast mun færri skaðvaldar á trjám samanborið við nágrannalönd okkar. Skýrist það einna helst af landfræðilegri einangrun auk þess sem veðurfar er ekki hagstætt hér fyrir margar tegundir. Á síðustu árum hefur skaðvöldum aftur á móti fjölgað talsvert. Meindýr og sjúkdómar á trjám sem hafa numið hér land nýlega valda oft meiri skaða hér en í upprunalöndum sínum, þar sem þeir hafa verið lengur. Þetta er líklega vegna þess að trjáplöntur á svæðum þar sem skaðvaldurinn hefur verið í lengri tíma eru búnar að aðlagast viðkomandi skaðvaldi og framleiða til dæmis varnarefni til að minnka skaðann af völdum hans. Einnig fylgja náttúrulegir óvinir skaðvaldsins, sem halda stofnum hans í skefjum, oft ekki með þegar hann nemur land á nýju svæði og er skaðinn því meiri. Einnig hafa orðið breytingar á stofnstærð og útbreiðslu skaðvalda sem hafa verið hér lengur, líklega vegna hlýnunar. Ekki er ólíklegt að áhrifin verði meiri í framtíðinni, bæði af völdum innlendra og erlendra skaðvalda, ef meðalárshiti heldur áfram að hækka.

Á næstu mánuðum munu birtast greinar í Bændablaðinu um nokkra algenga skaðvalda á trjám og runnum á Íslandi. Þar verður fjallað nánar um viðkomandi skaðvald, lífshætti, útbreiðslu og hvaða afleiðingar hann hefur fyrir trjáplöntur og skóga hérlendis.

Skylt efni: Land og skógar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...