Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mynd / Sveitafélagið Skagafjörður
Líf og starf 26. september 2022

Sjö umhverfisviðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alls voru sjö umhverfisviðurkenningar afhentar við athöfn í Húsi Frítímans á Sauðárkróki á dögunum.

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Félagskonur fóru um allan Skagafjörð, en að þeirra mati er umgengni í sveitarfélaginu stöðugt að batna og metnaður íbúa til að hafa umhverfið snyrtilegt hefur aukist. Alls hafa Soroptimistakonur afhent 100 viðurkenningar um árin, en þetta var átjánda árið sem klúbburinn veitir slíkar viðurkenningar.

Sjö viðurkenningar

Í ár voru veittar sjö viðurkenningar í fimm flokkum. Flugumýrarhvammur hlaut viðurkenningu í flokknum sveitabýli með hefðbundinn búskap en eigendur eru þau Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Snyrtilegasta lóð við fyrirtæki var valið Dalasetur þar sem þau Jakobína Helga Hjálmarsdóttir, Þórarinn Þórðarson, Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson hafa byggt upp einstaklega snyrtilegt og fallegt svæði í landi Helgustaða í Unadal. Snyrtilegasta lóð við opinbera stofnun var valin Byggðastofnun.

Einstakt framtak

Hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen á Kringlumýri var veitt viðurkenning fyrir einstakt framtak með uppsetningu Grjóthers Hauganesbardaga ásamt uppbyggingu og starfsemi í Kakalaskála. Fram kom í umsögn að þetta framtak Kringlumýrarhjóna væri ávinningur fyrir samfélagið allt.

Þá hlutu þrjár lóðir viðurkenningu en allar eiga það sameiginlegt að verkja athygli fyrir snyrtimennsku og góða umhirðu.

Lóðirnar eru við Furulund 4 í Varmahlíð, eigandi Helga Bjarnadóttir, Kirkjugata 7 Hofsósi, eigendur Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir og Ragnar Þór Jónsson og Raftahlíð 44 á Sauðárkróki, eigendur Eva Óskarsdóttir og Svavar Sigurðsson.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...