Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mynd / Sveitafélagið Skagafjörður
Líf og starf 26. september 2022

Sjö umhverfisviðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alls voru sjö umhverfisviðurkenningar afhentar við athöfn í Húsi Frítímans á Sauðárkróki á dögunum.

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Félagskonur fóru um allan Skagafjörð, en að þeirra mati er umgengni í sveitarfélaginu stöðugt að batna og metnaður íbúa til að hafa umhverfið snyrtilegt hefur aukist. Alls hafa Soroptimistakonur afhent 100 viðurkenningar um árin, en þetta var átjánda árið sem klúbburinn veitir slíkar viðurkenningar.

Sjö viðurkenningar

Í ár voru veittar sjö viðurkenningar í fimm flokkum. Flugumýrarhvammur hlaut viðurkenningu í flokknum sveitabýli með hefðbundinn búskap en eigendur eru þau Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Snyrtilegasta lóð við fyrirtæki var valið Dalasetur þar sem þau Jakobína Helga Hjálmarsdóttir, Þórarinn Þórðarson, Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson hafa byggt upp einstaklega snyrtilegt og fallegt svæði í landi Helgustaða í Unadal. Snyrtilegasta lóð við opinbera stofnun var valin Byggðastofnun.

Einstakt framtak

Hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen á Kringlumýri var veitt viðurkenning fyrir einstakt framtak með uppsetningu Grjóthers Hauganesbardaga ásamt uppbyggingu og starfsemi í Kakalaskála. Fram kom í umsögn að þetta framtak Kringlumýrarhjóna væri ávinningur fyrir samfélagið allt.

Þá hlutu þrjár lóðir viðurkenningu en allar eiga það sameiginlegt að verkja athygli fyrir snyrtimennsku og góða umhirðu.

Lóðirnar eru við Furulund 4 í Varmahlíð, eigandi Helga Bjarnadóttir, Kirkjugata 7 Hofsósi, eigendur Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir og Ragnar Þór Jónsson og Raftahlíð 44 á Sauðárkróki, eigendur Eva Óskarsdóttir og Svavar Sigurðsson.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...