Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sjö milljóna króna stuðningur við geitfjárræktina
Fréttir 16. október 2014

Sjö milljóna króna stuðningur við geitfjárræktina

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi og nemur stuðningur ríkisins sjö milljónum króna á næstu þremur árum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að Erfðanefnd landbúnaðarins verði falið að ráðstafa stuðningnum í samræmi við tillögur vinnuhóps sem ráðherra skipaði í vor. Samkvæmt tillögunum er ætlunin að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um íslenska geitfjárstofninn.

Þá er einnig stefnt að því að við endurnýjun næstu búvörusamninga verði geitfjárrækt jafnsett sauðfjárrækt í opinberum stuðningi. Þannig megi tryggja ræktun og viðhald stofnsins til framtíðar. Auk þess mun það væntanlega auðvelda áhugasömum ræktendum að fjölga í hjörðum sínum og auka framboð á afurðum.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...