Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Toyota Proace City Verso.
Toyota Proace City Verso.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 19. október 2021

Sjö manna Toyota Proace, rúmgóður á góðu verði

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Fyrir nokkru síðan keyrði ég á eftir Toyota Proace leigubíl sem mér virtist vera hagnýtur og pláss­mikill bíll og fór í Toyota til að fá að prófa og skoða bílinn nánar. Eftir rúman 300 km akstur var ég nokkuð sáttur við bílinn og tel hann vænlegan kost fyrir þá sem þurfa pláss fyrir marga farþega og mikinn farangur.

Þegar ég settist inn í bílinn fann ég strax að ökumannssætið var að fara vel með mig og keyrði sem leið lá upp í Þjórsárdal í þeim tilgangi að finna hvernig manni líður við að sitja lengi í bílnum.

Eftir því sem kílómetrarnir töldu leið mér betur og betur og greinilegt að þessi bíll er góður sem vinnubíll og í lengri ferðir, hávaðamælingin kom vel út. 1,5 lítra dísilvélin nánast hljóðlaus og bíllinn vel einangraður gagnvart umhverfishljóðum. Á 90 km hraða mældist hávaðinn inni í bíl vera 68,8 db. Fín mæling, en þess ber að geta að bíllinn var á sumardekkjum, en ekki á heilsársdekkjum eins og margir bílar sem umboðin hafa reynsluakstursbíla á.

Uppgefin eyðsla á hundraðið er á bilinu 5,6 til 6,2 á hundraðið við bestu aðstæður, en að loknum 333 km akstri sýndi aksturstölvan að ég hafði verið að eyða 6,6 lítrum á hundraðið.
Á malarvegi heyrðist lítið steinahljóð undir bílnum, fjöðrunin tók vel smærri holur og má keyra hann ansi ákveðið í beygjur á lausri möl án þess að hann missi grip á annaðhvort fram- eða afturhjól, en þegar hann missti grip voru það öll hjólin sem misstu gripið á sama tíma þannig að þyngdin virðist vera nokkuð jöfn á öll hjól.

Farangursrýmið er mikið og öftustu tvö sætin er auðvelt að taka úr bílnum vilji maður enn meira rými.

Vél, skipting og verð

Toyota Proace er framleiddur í samstarfi m.a. með Citroën og Peugeot og eru bílarnir svipaðir í framleiðslu og útliti. Hægt er að fá nokkrar mismunandi stærðir og útfærslur af Toyota Proace, en bíllinn sem var prófaður er sjö manna bíll og nefnist „family +“ (lengri gerðin), er með 1,5 l dísilvél sem skilar 130 hestöflum (mætti alveg vera kraftmeiri þegar kemur að brekkum og íslenskum mótvindi).

Bíllinn er sjálfskiptur með 8 þrepa skiptingu og kostar 6.970.000.

Mikið er lagt upp úr öryggi og er bíllinn m.a. með árekstrarviðvörunarkerfi, umferðarskiltaaðstoð, akreinalesara, sjálfvirkan hraðastilli og blindsvæðisskynjara.
Bíllinn kemur með fullbúið varadekk sem er undir bílnum að aftan. Smá ábending:

Af fenginni reynslu þá vill boltinn sem festir varadekkið ryðga fastur og hef ég snúið svona bolta í sundur við að ná varadekkinu undan, því er gott að setja vel af koppafeiti á boltann og losa reglulega.

Olnbogarými er gott og plássið er fínt í miðjusætunum.

Hugsaður sem fjölnota bíll

Til að bíllinn nýtist á sem hagkvæmastan hátt er hugsað fyrir mörgu, geymsluhólf fyrir smærri hluti eru mörg bæði frammi í bíl og aftur í.

Hægt er að leggja niður sætin þannig að möguleiki er að flytja hluti sem eru allt að 3,5 metra langir. Einnig er auðvelt að taka sætin úr bílnum og val um að miðjuröð sætanna séu 3 stök sæti (hægt að leggja þau öll niður).

Rennihurðirnar á hliðunum virðast við fyrstu sýn vera mjóar og litlar, en eru í raun þægilegar að ganga um og þægilegt að opna.

Fótarými er gott í miðjusætunum, en síðra í öftustu tveim (mæli ekki með þeim fyrir mjög stóra einstaklinga í lengri ferðir).

Stend oft sjálfan mig að því að vera of nálægt næsta bíl, en þá skammaði Proace mig.

Fullbúið 16 tommu varadekk er undir bílnum að aftan.

Lokaorð

Álitlegur bíll til brúks, þægilegur í akstri og rúmgóður, sparneytinn, vel einangraður gagnvart umhverfishljóðum utan frá. Þrátt fyrir ágætis fjöðrun á malarvegum þá mundi ég velja 16 tommu felgurnar undir bílinn til að ná enn meiri fjöðrun út úr dekkjunum á vondum vegum. Fær góðan plús fyrir að vera með fullbúið 16 tommu varadekk.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 1.430-1.690 kg

Hæð 1.880 mm

Breidd 1.884 mm

Lengd 4.753mm

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...