Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2024

Sjö ARR-kindur finnast í Miðdölum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjö kindur í Miðdölum í Dalabyggð hafa fundist til viðbótar sem bera genasamsætuna ARR.

Tvær kindur eru staðsettar á bænum Háafelli og þrjár í Geirshlíð. Nýjustu tíðindi eru svo af tveimur á Sauðafelli.

Fundurinn kemur í kjölfar þess að í janúar var staðfest að ær og lambhrútur á bænum Vífilsdal í Dölum væru með þessa fágætu genasamsætu, sem þótti mikill happafengur fyrir ræktunarstarfið fram undan með verndandi arfgerðir. Hafist var handa við arfgerða­ greiningar á hjörðum í Vífilsdal og á fimm öðrum bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML, segir að í Geirshlíð sé um að ræða þrjár ær, tvær af þeim eru svargolsóttar, önnur hyrnd en hin kollótt.

Þriðja ærin í Geirshlíð sé hvít að lit, hyrnd og er hún sammæðra þeirri golsóttu hyrndu. Hann segir að á Háafelli séu báðar ærnar hyrndar og hvítar að lit. Nýjustu tíðindin eru sem fyrr segir frá Sauðfelli. Eyþór segir að þessar tvær ær á Sauðfelli séu mæðgur. „Þær eru báðar hyrndar og golsóttar á lit. Golsi 02­346 frá Háafelli er á bak við þær og tengir saman allar ARR­ær sem við höfum fundið til þessa í Dölum,“ segir hann.

Skylt efni: ARR genasamsætan

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...