Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi
Mynd / Áskell Þórisson
Á faglegum nótum 25. september 2019

Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi

Höfundur: Landgræðslan
Birkiskógar eru okkar einu náttúrulegu skógar. Við landnám er talið að þá hafi verið að finna á um 25–30% landsins en nú þekja þeir aðeins um 1,5%. Landnýting mannsins, s.s. skógarhögg, kolagerð og búfjárbeit, olli hruni í þessum vistkerfum. Með minnkandi sauðfjár­beit og hlýnandi loftslagi hefur birki víða breiðst út. 
 
Endurheimt birkiskóga er mikilvægt verkefni og í aðgerða­áætlun stjórnvalda í loftslags­málum gegnir hún stóru hlutverki en í því sambandi er sjálfgræðsla birkis lykilþáttur. 
 
Sem gott dæmi um sjálfsgræðslu birkis má nefna Skeiðarársand sem hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki á víðáttumiklu svæði þar sem áður var auðn. 
Starfsfólk Landgræðslunnar og Háskóla Íslands hefur rannsakað landnám birkis á svæðinu sl. tvo áratugi og auka þær rannsóknir enn frekar þekkingu okkar á því hvernig birki nemur land á lítt grónu landi.
 
Fyrstu birkiplönturnar námu land á sandinum í kringum 1990 og á ríflega aldarfjórðungi er útbreiðsla þess orðin yfir þrjú þúsund hektarar. Það er mikilvægt að skilja þessi náttúrulegu ferli og nýta þau til að efla sjálfgræðslu birkis. 
 
Með því að safna og dreifa birkifræi getur almenningur lagt sitt af mörkum til að klæða Ísland birkiskógi á nýjan leik.

Skylt efni: birkiskógar

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...