Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi
Mynd / Áskell Þórisson
Á faglegum nótum 25. september 2019

Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi

Höfundur: Landgræðslan
Birkiskógar eru okkar einu náttúrulegu skógar. Við landnám er talið að þá hafi verið að finna á um 25–30% landsins en nú þekja þeir aðeins um 1,5%. Landnýting mannsins, s.s. skógarhögg, kolagerð og búfjárbeit, olli hruni í þessum vistkerfum. Með minnkandi sauðfjár­beit og hlýnandi loftslagi hefur birki víða breiðst út. 
 
Endurheimt birkiskóga er mikilvægt verkefni og í aðgerða­áætlun stjórnvalda í loftslags­málum gegnir hún stóru hlutverki en í því sambandi er sjálfgræðsla birkis lykilþáttur. 
 
Sem gott dæmi um sjálfsgræðslu birkis má nefna Skeiðarársand sem hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki á víðáttumiklu svæði þar sem áður var auðn. 
Starfsfólk Landgræðslunnar og Háskóla Íslands hefur rannsakað landnám birkis á svæðinu sl. tvo áratugi og auka þær rannsóknir enn frekar þekkingu okkar á því hvernig birki nemur land á lítt grónu landi.
 
Fyrstu birkiplönturnar námu land á sandinum í kringum 1990 og á ríflega aldarfjórðungi er útbreiðsla þess orðin yfir þrjú þúsund hektarar. Það er mikilvægt að skilja þessi náttúrulegu ferli og nýta þau til að efla sjálfgræðslu birkis. 
 
Með því að safna og dreifa birkifræi getur almenningur lagt sitt af mörkum til að klæða Ísland birkiskógi á nýjan leik.

Skylt efni: birkiskógar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...