Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stærstu metanuppsprettur heims tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis.
Stærstu metanuppsprettur heims tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis.
Mynd / David Thielen
Utan úr heimi 3. desember 2024

Sjá metan úr gervihnöttum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ný tækni gerir vísindamönnum kleift að kortleggja uppsprettur metans.

Sameinuðu þjóðirnar reka eftirlits- og viðvörunarkerfi sem fylgist með losun metans á heimsvísu. Frá því að kerfið var virkjað árið 2023 hefur stjórnvöldum og fyrirtækjum verið bent á 1.200 uppsprettur metans. Skýrsla þess efnis var kynnt á COP29.

Í fréttatilkynningu á vef Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) er greint frá helstu niðurstöðum skýrslunnar. Þar er tekið fram að leki metans kosti olíu- og gasfyrirtæki heimsins mikla fjármuni á ári hverju. Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir 40 prósent metanlosunarinnar sem sést með gervihnattamyndunum án þess að heildarrekstrarkostnaður aukist.

Markmið verkefnisins er að auka gagnsæi vegna losunar metans til þess að þrýsta á þá sem bera ábyrgð á uppsprettunum til þess að grípa til aðgerða. Þar má nefna að engin metanlosun er lengur greinanleg úr einni uppsprettu metans í Alsír eftir að stjórnvöldum var gert viðvart. Nígería hefur kynnt metangjald sem verður byggt á áðurnefndum gervihnattagögnum og hyggst Evrópusambandið safna þessum gögnum saman til þess að reikna út innflutta losun.

Árangur verkefnisins hefur enn verið takmarkaður og heldur losun metans áfram að aukast. Þriðjung hnattrænnar hlýnunar má rekja til losunar metans af mannavöldum. UNEP heldur úti gagnvirku korti sem sýnir metanuppsprettur heimsins. Hægt er að nálgast það með því að fletta upp „Eye on Methane Map“ í leitarvél.

Skylt efni: metan

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...