Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stærstu metanuppsprettur heims tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis.
Stærstu metanuppsprettur heims tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis.
Mynd / David Thielen
Utan úr heimi 3. desember 2024

Sjá metan úr gervihnöttum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ný tækni gerir vísindamönnum kleift að kortleggja uppsprettur metans.

Sameinuðu þjóðirnar reka eftirlits- og viðvörunarkerfi sem fylgist með losun metans á heimsvísu. Frá því að kerfið var virkjað árið 2023 hefur stjórnvöldum og fyrirtækjum verið bent á 1.200 uppsprettur metans. Skýrsla þess efnis var kynnt á COP29.

Í fréttatilkynningu á vef Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) er greint frá helstu niðurstöðum skýrslunnar. Þar er tekið fram að leki metans kosti olíu- og gasfyrirtæki heimsins mikla fjármuni á ári hverju. Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir 40 prósent metanlosunarinnar sem sést með gervihnattamyndunum án þess að heildarrekstrarkostnaður aukist.

Markmið verkefnisins er að auka gagnsæi vegna losunar metans til þess að þrýsta á þá sem bera ábyrgð á uppsprettunum til þess að grípa til aðgerða. Þar má nefna að engin metanlosun er lengur greinanleg úr einni uppsprettu metans í Alsír eftir að stjórnvöldum var gert viðvart. Nígería hefur kynnt metangjald sem verður byggt á áðurnefndum gervihnattagögnum og hyggst Evrópusambandið safna þessum gögnum saman til þess að reikna út innflutta losun.

Árangur verkefnisins hefur enn verið takmarkaður og heldur losun metans áfram að aukast. Þriðjung hnattrænnar hlýnunar má rekja til losunar metans af mannavöldum. UNEP heldur úti gagnvirku korti sem sýnir metanuppsprettur heimsins. Hægt er að nálgast það með því að fletta upp „Eye on Methane Map“ í leitarvél.

Skylt efni: metan

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...