Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sívalningur
Hannyrðahornið 30. maí 2017

Sívalningur

Loksins, loksins, loksins er Drops Air fáanlegt hjá okkur mæðgunum í Handverkskúnst. 
 
Drops Air er mjög sérstakt garn þar sem það er ekki spunnið heldur blásið. Garnið er mjög létt líkt og nafn þess gefur til kynna. Flíkur úr Drop Air eru töluvert léttari en flíkur úr öðru garni í sambærilegum grófleika og flíkurnar eru algerlega kláðafríar og ættu því að henta öllum.
 
Þessi dásamlegi hólkur er tilvalið verkefni fyrir þá sem vilja prufa Drops Air. Við erum sannfærðar um að þú munt kolfalla fyrir þessu garni líkt og svo margir aðrir.
 
Prjónakveðjur,
Guðrún María 
& Elín
www.garn.is
 
Sívalningur
Prjónaður hólkur með gatamynstri úr Drops Air.
 
Stærð: Ein stærð.
Mál: DROPS AIR fæst hjá Handverkskúnst, 100 g
Hringprjónar: (60 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
 
KRAGI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. 
Fitjið upp 120 lykkjur á hringprjóna 5 með Air. Prjónið 4 umferðir með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 12 mynstureiningar á breidd). 
 
Endurtakið A.1 á hæð þar til kraginn mælist ca 40 cm. Prjónið 4 umferðir með garðaprjóni yfir allar lykkjur og fellið af.          
 
 
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
 
 
 
= sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja
 
 
 
= 2 lykkjur slétt saman
 
 
= Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
 
 
= Takið 2 lykkjur óprjónaðar, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 óprjónuðu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...