Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Silver King – stjarna í Hollywood
Á faglegum nótum 27. október 2015

Silver King – stjarna í Hollywood

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Silver King-dráttarvélar heyri sögunni til í dag þóttu þeir nýtískulegir á sínum tíma. Traktorinn var lítill, lipur og hraðskreiður.

Hann var mikið notaður við slátt á umferðareyjum og í létta flutninga enda fljótur að skjótast á milli staða.
Þorpið Plymount er lítið annað en depill á þokkalega góðu landakorti af Ohio í Bandaríkjunum. Á síðari hluta nítjándu aldar hóf fyrirtæki sem kallaðist The Fate and Gunsaullus Co. að framleiða vélar sem grófu upp leir og steyptu hann í múrsteina. 1909 hóf fyrirtækið framleiðslu á litlum vörubílum en varð nánast gjaldþrota árið 1915 eftir að hafa framleitt tæpa 200 slíka og einn lítinn fólksbíl. Um svipað leyti hóf Fate and Gunsaullus Co. að smíða litla dráttarvagna sem notaðir voru til að flytja vagna til innan lestarstöðva. Framleiðslan gekk vonum framar og á nokkrum árum voru þeir undirstaðan í rekstrinum.

Skotvopn og garðsláttuvélar

Árið 1919 sameinaðist fyrirtækið Root-Heath Manufacturing Co. og úr varð Fate-Root-Heath. Grunnur Root-Heath Manufacturing Co lá í framleiðslu að skotvopnum, brýningarvélum og handknúnum garðsláttuvélum. Reksturinn gekk vel allt fram að kreppunni 1929. Vörumerki fyrirtækisins á þeim tíma var eins og skotskífa.

Þar sem mikill landbúnaður er stundaður í Ohio og nágrannaríkjum sá fyrirtækið sér leik á borði í lok kreppunnar og hóf framleiðslu á dráttarvélum.

Frumgerðin eins og dráttarvagn

Sá sem hannaði fyrsta traktor fyrirtækisins hafði áður unnið við að hanna vélar sem drógu lestarvagna og var frumtýpan, sem kallaðist Plymouth, í samræmi við það bæði þung og klunnaleg. Framleiðslu hennar var fljótlega hætt og í staðinn sett á markað minni og liprari týpa. Nýja týpan var öll minni og gerð fyrir einn plóg og fær um að plægja hálfan hektara á tíu klukkustundum. Traktorinn var sá fyrsti sem hannaður var frá grunni til að vera á gúmmíhjólum. Vélin var 10 til 20 hestöfl, vó 984 kíló, fjögurra gíra og náði áður óheyrðum hraða og allt að 40 kílómetrum á klukkustund. Traktorinn var með ljósabúnaði og flautu sem var nýnæmi á þeim tíma.

Sagan segir að hönnuðir Plymouth-dráttarvélarinnar hafi dottið niður á silfurlitaða málningu sem þakti og varði vel gegn ryði og nafninu því breytt í Silver King. Raunin mun hafa verið sú að bílaframleiðandinn Chrysler sem framleiddi Plymouth-bifreiðar fór í mál við Fate-Root-Heath með þeim afleiðingum að nafninu var breytt í samræmi við litinn. Málningin festist í sessi og árið 1935 var nafninu breytt í Silver King.

Ruglingsleg nafnagjöf

Nafna og númeragjöf á mismunandi týpum á Silver King-traktorunum hefur frá upphafi þótt ruglingsleg og breyttist týpunafnið á hverju ári þrátt fyrir að framleiðslan væri sú sama. Fyrstu fjórar týpurnar kölluðust til dæmis R-38, R-44, S-38 og S-44 þrátt fyrir að vera að öllu leyti eins fyrir utan hjólastærðina.
Árið 1956 seldi Fate-Root-Heath framleiðsluréttinn á Silver King-dráttarvélunum til fyrirtækis sem kallaðist Mountain Stade Fabriocating Co. í Virginíuríki. Framleiðslu Silver King var hætt tveimur árum seinna.

Vegna þess hvað Silver King-traktorarnir voru litlir og liprir voru þeir til ýmissa verka nytsamlegir. Þeir voru meðal annars mikið notaðir í Hollywood til að draga sviðsmyndir á milli setta.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...