Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Mynd / Ingi Danner
Í deiglunni 12. júní 2019

Silungurinn tók þegar fór að hlýna

Höfundur: Gunnar Bender
„Ég og Ragnar Ingi Danner ákváðum að skella okkur í Laxárvatn í Dölum, sem er í Veiðikortinu, fyrir skömmu,“ sagði Árni Kristinn Skúlason er við heyrðum í honum ný­komnum úr veiðinni.
 
„Við mættum um 9 leytið og  ákváðum að labba  hringinn í kringum vatnið. Það kom mér á óvart hve aðdjúpt vatnið er, hentar einstaklega vel til fluguveiða. Það var éljagangur og sólskin til skiptis, skítkalt og fraus í lykkjum. 
 
Í norðanverðu vatninu rann sæmilegur lækur út í og fékk Raggi tvo þar rétt hjá. Það er gott aðgengi að vatninu og bakkarnir eru vel grónir.
 
Þegar það fór að hlýna aðeins fóru hlutirnir að gerast, fiskur byrjaði að elta og taka. Í sunnanverðu vatninu fengum við 4 fiska, allir tóku grimmt og rifu vel í. Það þarf greinilega að hitna aðeins meira til að hlutirnir fari almennilega af stað,“ sagði Árni Kristinn, sem þræðir veiðivötnin hverja helgi. 

Skylt efni: Laxárvatn | stangaveiði

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...