Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Líf og starf 3. apríl 2018

Sigursælir kjötiðnaðarmenn hjá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS sýndu frábæra frammistöðu í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og besta skinka Íslands 2018 sem fór nýlega fram. 
 
Oddur Árnason, fagmálastjóri SS, varð kjötmeistari Íslands árið 2018. Hann fékk auk þess verðlaun fyrir bestu vöruna úr nautakjöti, einnig fyrir reykgrafið Landnámsnaut, auk þess að fá Lambaorðuna fyrir Tindfjallahangikjet og verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina fyrir Sveitakonfekt. Jónas Pálmar Björnsson, verkstjóri hjá SS, fékk verðlaun fyrir bestu vöruna úr hrossa/folaldakjöti fyrir grafið lakkrísfolald.
 
Fagmenn SS sendu inn 31 vöru í keppnina og hlutu 30 vörur verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Þess má geta að Göngubiti og Lukkubiti, sem eru nýjar þurrverkaðar snakkpylsur á markaði, fengu báðar gullverðlaun. Auk þess var Hunangsskinkan frá SS kosin besta skinkan 2018. Forkeppnin fór fram á haustdögum þar sem dómnefnd Meistarafélags kjötiðnaðarmanna valdi þrjár bestu skinkurnar úr fjölda innsendra vara, þar átti SS tvær af þremur bestu skinkunum. Aðalkeppnin fór fram í febrúar í Kringlunni þar sem almenningur dæmdi á milli og bar Hunangsskinkan sigur úr býtum. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...