Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjúklingalifrarkæfa með skógarberjabragði frá Steinari Þórarinssyni, Sláturfélagi Suðurlands. Besta varan í flokknum Eldaðar kjötvörur.
Kjúklingalifrarkæfa með skógarberjabragði frá Steinari Þórarinssyni, Sláturfélagi Suðurlands. Besta varan í flokknum Eldaðar kjötvörur.
Mynd / Björk Guðmundsdóttir
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem haldin var á dögunum.

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum með verðlaunagripi sína.

Sigurður varði titilinn frá síðustu keppni, en hún er haldin á tveggja ára fresti. Hann vann auk þess til verðlauna fyrir bestu vörurnar unnar úr lambakjöti, svínakjöti og fyrir bestu vöruna í flokknum kæfur og paté.

Sigurður rekur verslun sína á Laugalæk í Reykjavík sem sérhæfir sig í pylsum, en hann er þar einnig með verðlaunavörur til sölu.

Titilinn Kjötmeistari Íslands hlýtur sá kjötiðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörum sínum. Vörum eru gefnar stig og fá þær gull, silfur eða brons eftir fjölda stiga. Til að fá gullverðlaun þurfa þær að vera nánast gallalausar. Sigurður hlaut 255 stig samanlagt, Steinar Þórarinsson frá Sláturfélagi Suðurlands varð annar með 251 stig og Sævar Jóhannesson frá Kjarnafæði Norðlenska og Jónas Þórólfsson frá Frávik í þriðja til fjórða sæti með 249 stig. Í fagkeppninni senda kjötiðnaðarmenn inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að tíu vörur til keppninnar.

Allar vörur byrja með fullt hús stiga, en dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun.

Steinar Þórarinsson, Jónas Þórólfsson, Sigurfinnur Garðarsson, Jónas Pálmar Björnsson og Rúnar Ingi Guðjónsson.

Lúxus lifrarkæfa frá Sigurði Haraldssyni, Pylsumeistaranum, var útnefnd besta varan í flokknum Kæfur og paté.

Jón Þorsteinsson, Sigurfinnur Garðarsson og Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson.

Grafið hrossafille frá Sævari Jóhannessyni, Kjarnafæði Norðlenska. Besta varan unnin úr hrossa- eða folaldakjöti.

Kjúklingasulta frá Steinari Þórarinssyni, Sláturfélag Suðurlands. Besta varan unnin úr alifuglakjöti.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...