Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigtún
Bóndinn 27. janúar 2022

Sigtún

Fjölskyldan í Sigtúni flutti þangað í október 2020 og tók við flottu búi.  

Fyrir það voru þau með sauðfjárbúskap á Snæfellsnesinu. Kýrnar eru þeim þó ekki ókunnugar þar sem þau voru einnig með kýr fram til ársins 2016.  

Býli:  Sigtún. 

Staðsett í sveit:  Eyjafjarðarsveit. 

Ábúendur: Systkinin Steinar Haukur og Rannveig Þóra ásamt foreldrum. Steinar býr með kærustu sinni, henni Elíu Bergrós, í gamla bænum en Rannveig býr innar i firðinum með Valdemar Níels, kærasta sínum.

Stærð jarðar?  Á Sigtúnum eru um 80 hektarar ræktaðir en alls er jörðin í kringum 305 hektarar.

Gerð bús? Á búinu erum við með mjólkurframleiðslu á einum mjaltaþjóni og nautaeldi.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hér eru um 60 mjólkandi kýr og um það bil 100 gripir í uppeldi. Svo eru hér líka 10 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Svona yfir vetrarmánuðina er auðvitað aðeins rólegra hjá okkur, þá erum við að sinna helstu verkum, mjöltum, gjöfum og þrifum í fjósinu. Svo þess á milli eru bara tilfallandi verkefni eins og viðhald og annað.  Vor- og sumartíminn eru auðvitað annasamir með vorverkum og heyskap.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapurinn „slær“ alltaf í gegn en okkur finnst þetta nú allt saman skemmtilegt en auðvitað eru verkefnin mis­skemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og vonandi einhverri uppbyggingu á byggingum og þess háttar.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum?  Framleiða gæðavöru sem neytandinn getur treyst alla leið að diski.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ískalt coca cola, annars er það mjög venjulegt, smjör ostur og það.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt, sama af hvaða skepnu það kemur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum nú bara búið hér í tæplega eitt og hálft ár en eftirminnilegasta atvikið er sennilega þegar við vorum að reka kvígur og amma gamla dettur og rúllar niður eina brekkuna hérna heima. Eftir það fengu þessar brekkur nafnið kerlingabrekkur.

Rétt að taka það fram að sú gamla slasaðist ekki en týndi þó veipunni sinni.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...