Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bikarmeistarar 2024 í bridds – sveit Infocapital.
Bikarmeistarar 2024 í bridds – sveit Infocapital.
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höfuðstöðvum Bridgesambandsins, Síðumúla.

Úrslitaleikurinn milli sveitar Karls Sigurhjartarsonar og Infocapital var sýndur á BBO. Ár og dagar er síðan spenna hefur verið eins mikil í úrslitaleik.

Sveit Karls fór mikinn framan af og hlóð inn impum. Í spilum 27 og 28 í annarri lotu tók sveit Infocapital þó forystuna og munaði heldur betur um tvær slemmusveiflur í röð en fyrir þessi spil hafði sveit bikarmeistaranna frá 2023 verið undir í leiknum frá upphafi.

Síðan skiptust sveitirnar á að leiða.

Í lokalotu náði Infocapital 25 impum í tveimur spilum í röð – aftur! Annars vegar með því að standa geim sem fór niður á hinu borðinu en einnig lenti sveit Karls í slæmum sagnmisskilningi í viðkvæmri stöðu.

Þegar upp var staðið sigraði sveit Infocapital 124-93 en sveitina skipa Bjarni Einarsson, Birkir Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Gaukur Ármannsson og Matthías Þorvaldsson.

Kíkjum á einn bardaga frá sunnudeginum, stöðu sem almennir spilarar velta stundum fyrir sér. Ef við skoðum sérstaklega hendi suðurs sjáum við að punktarnir eru aðeins 14 en stundum uppfærir maður 14 punkta í 15-17 punkta grand þegar fimmlitur er á hendinni líkt og hér.

Þannig uppfærsla átti sér stað í öðrum salnum og þarf enginn sem skoðar spil norðurs eftir slíka opnun að verða hissa á að keyrt hafi verið í slemmu, 6 tígla mínus einn eftir magnað hjartaútspil Birkis Jóns Jónssonar.Á hinu borðinu ígilti opnun á einu grandi 13-15 punktum einungis. Eftir stayman enduðu sagnir hratt og örugglega í 3 gröndum. Plús einn, 430 plús 50 og 10 impar til sveitar Infocapital. Niðurstaðan var einn vendipunkta í leiknum en ágætt getur verið fyrir lengra komna að hafa til hliðsjónar við punktatalningu, niðurfærslu og uppfærslu að skipting, tíu og níur eru vopn sem bæta hendur ekki síður en háspil sem gilda til punkta.

Og strax í næsta spili kom svo önnur slemmusveifla til sveitar Infocapital.

„Silfurdrengirnir“ í sveit Karls mega þó vel við una og hefur verið skemmtilegt að sjá takta sem gamlar kempur í liðinu hafa sýnt undanfarið. Fjórir heimsmeistarar frá 1991 eru þar á meðal og eru vonandi klárir í orrustur vetrarins fram undan.

Þá má þess geta að þótt leikurinn hafi um síðir unnist með mun var oftast stutt á milli og sem dæmi leiddi Karl 77-76 þegar fjórðungur spila var eftir.

Skylt efni: bridds

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...