Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Líf og starf 1. júlí 2022

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal.

Þar er teljari sem sýndi að 60% fleiri ferðalangar lögðu leið sína upp að fossinum í maímánuði sl. miðað við sama mánuð árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Helgi Gíslason sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að sumarið fyrir faraldur hafi verið eitt hið stærsta í ferðaþjónustu á svæðinu. Sumarið fari vel af stað og margir séu á ferðinni, innlendir og erlendir ferðamenn. Maímánuður var einkar góður, en þá komu um 8.000 manns að Hengifossi skv. teljaranum. Fyrra metið var í maí 2019 þegar um 5.000 ferðalangar voru þar á ferð. Verið er að gera svæðið í kringum Hengifoss betur í stakk búið til að taka við þeim fjölda sem þangað sækir. Helgi segir að á liðnum vetri hafi verið gengið frá einni nýrri göngubrú fyrir Hengifossá, neðst, og að önnur verði sett upp í sumar og verður sú ofar.

„Þá gerum við ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg Hjarðarbólsmegin, norðan við ána, núna í sumar,“ segir hann en að þeim framkvæmdum loknum verði hægt að ganga beggja vegna ár og yfir eða í hring. „Með þessum framkvæmdum næst að stækka útivistarsvæðið til muna og dreifa umferð betur.“

Verið er að byggja þjónustuhús neðan við fossinn og segir Helgi að stefnt sé að því að ljúka uppsteypu þess á árinu en miðað er við að framkvæmdum ljúki næsta sumar.

Skylt efni: Hengifoss

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...