Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Líf og starf 1. júlí 2022

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal.

Þar er teljari sem sýndi að 60% fleiri ferðalangar lögðu leið sína upp að fossinum í maímánuði sl. miðað við sama mánuð árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Helgi Gíslason sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að sumarið fyrir faraldur hafi verið eitt hið stærsta í ferðaþjónustu á svæðinu. Sumarið fari vel af stað og margir séu á ferðinni, innlendir og erlendir ferðamenn. Maímánuður var einkar góður, en þá komu um 8.000 manns að Hengifossi skv. teljaranum. Fyrra metið var í maí 2019 þegar um 5.000 ferðalangar voru þar á ferð. Verið er að gera svæðið í kringum Hengifoss betur í stakk búið til að taka við þeim fjölda sem þangað sækir. Helgi segir að á liðnum vetri hafi verið gengið frá einni nýrri göngubrú fyrir Hengifossá, neðst, og að önnur verði sett upp í sumar og verður sú ofar.

„Þá gerum við ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg Hjarðarbólsmegin, norðan við ána, núna í sumar,“ segir hann en að þeim framkvæmdum loknum verði hægt að ganga beggja vegna ár og yfir eða í hring. „Með þessum framkvæmdum næst að stækka útivistarsvæðið til muna og dreifa umferð betur.“

Verið er að byggja þjónustuhús neðan við fossinn og segir Helgi að stefnt sé að því að ljúka uppsteypu þess á árinu en miðað er við að framkvæmdum ljúki næsta sumar.

Skylt efni: Hengifoss

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...