Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Siðgæðisvottanir
Á faglegum nótum 28. nóvember 2018

Siðgæðisvottanir

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir
Þegar viðurkennt siðgæðismerki er á vöru þýðir það (e: fairtrade) að framleiðendur og kaupmenn hafi uppfyllt fairtrade staðla sem eru þróaðir til að taka á valdaójafnvægi í viðskipta­samböndum, óstöð­ugum mörk­uðum og því óréttlæti gagnvart frum­framleiðendum sem getur einkennt hefð­bundin viðskipti stórfyrir­tækja við bændur, einkum smábænda­samfélög í þriðja heiminum.
 
Kaup á siðgæðisvottuðum vörum er valkostur við hefðbundin viðskipti sem byggir á samstarfi framleiðenda og neytenda. Þegar bónda gefst færi á að selja vörur sínar samkvæmt fairtrade skilmálum er líklegra að hann fái betri samninga og viðskiptakjör. Markmiðið er að það gefi honum möguleika á betri lífskjörum og verði betur í stakk búinn til að gera framtíðaráætlanir. Tilgangurinn með fairtrade er því að veita neytendum möguleika á að draga úr fátækt í gegnum sín daglegu innkaup.
 
 
Siðgæðismarkaðurinn
 
Markaður fyrir fairtrade vottaðar vörur hefur farið vaxandi og eins og sést á grafinu fimmfaldaðist salan á tíu árum. Um 90% af sölu fairtrade vara er innan Evrópu og Norður Ameríku. Stærstu markaðirnir árið 2015 voru Bretland, Þýskaland og Bandaríkin og hæsta markaðshlutdeild fairtrade vottaðra vara í Sviss, Svíþjóð, Finnlandi og Írlandi.
 
Þær vörur sem einna helst eru fairtrade vottaðar eru kaffi, te, súkkulaði, bananar og hrísgrjón. Sem dæmi standa bananar, kakó og kaffi á bak við 80% álagstekna Fair Trade International samtakanna sem eru langstærstu samtökin á þessu sviði í heiminum.
 
Könnun meðal bandarískra neytenda
 
Í könnun sem var framkvæmd meðal bandarískra neytenda árið 2017 sagðist einn af hverjum þremur velja fairtrade vottaða vöru umfram aðrar vörur. Sama hlutfall sagðist hafa minni áhyggjur af verði ef fyrirtækið væri samfélagslega og umhverfislega ábyrgt og 60% sögðust líklegri til að prófa vörur frá fyrirtækjum sem væru samfélagslega ábyrg.
 
 
Ólík merki
 
Fjöldi ólíkra fair trade merkja eru til í heiminum sem sýnir vaxandi áhuga á og útbreiðslu þessarar hugmyndafræði; annars vegar almenn (sjá mynd) og hins vegar tengd ákveðnum fyrirtækjum eins og Hand in Hand merki Rapunzel eða samtökum eins og Fair Trade Proof sem eru samtök kaffibrennsluaðila.
 
Sem dæmi hefur kakóið sem Nói Síríus notar í súkkulaðið sitt undanfarin ár komið frá Barry Calibut sem kaupir kakóið af bændum í Cocoa Horizons sem eru samtök um sanngjörn viðskipti með kakó, vottuð af þriðja aðila og undir eftirliti Swiss Federal Foundation Supervisory Authority. Barry Calibut og þeirra viðskiptavinir borga yfirverð fyrir kakóið og rennur mismunurinn til verkefna á vegum Cocoa Horizons. 
 
– Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.  Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018.Greiningin er aðgengileg í heild sinni á vef Íslandsstofu.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...