Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gamalt og virðulegt Síberíulerki sunnan við Iðnaðarsafnið á Akureyri er illa farið eftir hvassviðri sem gekk yfir nýverið.
Gamalt og virðulegt Síberíulerki sunnan við Iðnaðarsafnið á Akureyri er illa farið eftir hvassviðri sem gekk yfir nýverið.
Fréttir 21. mars 2017

Síberíulerkið illa farið eftir hvassviðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Síberíulerki sem ­stendur á svæðinu milli Gömlu Gróðrarstöðvarinnar og Iðnaðarsafnsins á Akureyri er illa farið af völdum hvassviðris sem gekk yfir á dögunum.
 
Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi og starfsmaður hjá Skógræktinni með aðsetur á Akureyri, segir trjákrónur lerkisins taka á sig mikinn vind, snjór hleðst gjarnan á krosslægar greinar og það orsakar tíð snjóbrot og vindfall stakstæðra trjáa.
 
Úr fræsafni Sigurðar búnaðarmálastjóra
 
Ræktunarfélag Norðurlands fékk árið 1903 til afnota 3 ha lands í Naustagildi til reksturs tilraunastöðvar í landbúnaði og skógrækt og tók við töluverðu magni af trjáplöntum sem áður voru fóstraðar í Trjáræktarstöð Akureyrar, nú Minjasafnsgarðinum.
 
„Meðal þess sem sáð var á fyrstu árum Trjáræktarstöðvarinnar var nokkurt magn Síberíulerkis. Fræið kom sennilegast með fræsafni Sigurðar Sigurðarsonar búnaðarmálastjóra, sem var safn úr ýmsum áttum og hann tók með heim frá Noregi árið 1899,“ segir Hallgrímur.
 
Síberíulerkið er upprunnið í Rússlandi austan Úralfjalla þar sem ríkir meginlandsloftslag. Vaxtartíminn er lengri en íslenska sumarið getur boðið upp á, haustkal  og vorkal á árssprotum er því algengt. Barrfall Síberíulerkis á haustin er því oft  um 10 dögum síðar en á norðvestlægara lerki kvæmum frá Rússlandi sem gengið hefur sérstaklega vel í skógrækt á Norður- og Austurlandi. Töluverður kvæmamunur er þó á þessari tegund sem vex á gríðarlega stóru svæði í Síberíu, að sögn Hallgríms.
 
Nú hefur Síberíulerki verið ræktað á Íslandi í 115 ár og nokkur reynsla komin á þá ræktun. Hallgrímur segir Síberíulerkið geta verið fallegt garðtré en kræklóttur vöxtur kemur í veg fyrir að trén henti til viðarskógræktar. „Trjákrónur lerkisins taka á sig mikinn vind og snjór hleðst gjarnan á krosslægar greinar, þetta orsakar tíð snjóbrot og vindfall stakstæðra trjáa,“ segir Hallgrímur. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...