Ómar Olgeirsson, Íslandsmeistari í bridds árið 2025.
Ómar Olgeirsson, Íslandsmeistari í bridds árið 2025.
Líf og starf 18. nóvember 2025

Sex punkta verndardobl

Höfundur: Björn Þorláksson,

Íslandsmót í einmenningi í bridds hefur verið endurvakið, sem er vel. Mótið féll niður nokkur ár en með endurreisninni nú liggur fyrir að mikill áhugi er hjá spilurum að spreyta sig í einmenningi, enda er briddslíf í sókn, ekki síst meðal nýrra spilara.

Vanir og óvanir spiluðu í sátt og samlyndi og reyndist um sérlega skemmtilegt mót að ræða. Í einmenningi eru engir fastir makkerar og eins gott að sýna kurteisi. Allir þátttakendur notuðust við sama sagnkerfi.

Mótið var mjög spennandi fram á síðasta spil en Ómar Olgeirsson skoraði mest og er Íslandsmeistari í bridds árið 2025. Við skulum skoða einn topp sem Ómar náði í mótinu með dyggri aðstoð makkers.

Suður gefur – enginn á hættu

Eftir tvö pöss ákvað Páll Þórsson að hindra í þriðju hendi á þremur laufum. Strangt til tekið vantar Pál sjöunda laufið, hvað varðar hefðbundna 3ja laufa hindrun, en hann er sterkur spilari og hefur oft grætt á að „stilla andstöðunni upp við vegg“ eins og það er stundum kallað í spilinu.

Ómar Íslandsmeistari tók ákveðna áhættu með því að passa. Einhver hefði kannski meldað 3grönd í von um 10 punkta hjá makker eða doblað með það í huga að breyta hjartasögn frá makker í spaða? En Ómar passaði fumlaust og nú lá mikið við hjá vestri að kreista út úr sér úttektardobl, stundum kallað verndardobl í þessari stöðu. Þótt punktarnir séu aðeins sex dró Sveinn Ragnarsson í vestur upp doblmiðann. Ómar sat og 300 kall til Íslandsmeistarans og Sveins. Hreinn toppur.

Infocapital í úrslit

Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvaða sveit mætir Infocapital í úrslitaleik í Úrvalsdeildinni í bridds, en sýnt er frá mótinu undir hatti Rafíþrótta Símans, sem og á Youtube og Twitch. Mótið hefur verið stórskemmtilegt og er mjög skemmtileg viðbót við aðra umfjöllun un bridds, ekki síst nýtast lýsingar Magnúsar Magnússonar og vina hans byrjendum og miðlungsspilurum mjög vel sem kennslutæki.

Skylt efni: bridds

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...