Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sex milljón lerkitré feld í Wales
Fréttir 3. júní 2015

Sex milljón lerkitré feld í Wales

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Wales á Bretlandseyjum hafa tekið ákvörðun um að fella sex milljón lerkitré sem klæða dali og hlíðar Cwamcart-skóglendisins. Ástæðan er sýking af völdum svepps sem kallast Phytophthora ramorum. 

Ákvörðunin um að fella tré er tekin í þeirri von að með aðgerðinni megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og skaða af völdum sveppsins sem dreifist með vindi. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að fella öll tré árið 2020 og að eftir það verið lauftrjám og greni plantað þar sem lerkitrén stóðu áður.

Í Cwmcarn voru áður kolanámur og lerkinu plantað í námunda við þær vegna þess hversu hraðvaxta það er þar en tilgangurinn var að nota timbrið af þeim til að styrkja námugöngin. Phytophthora ramorum sveppurinn greindist fyrst í Bretlandseyjum árið 2002 en útbreiðsla hans varð ekki vandamál fyrr en upp úr 2009 þegar hans varð vart í Japanslerki. Sveppsins varð fyrst vart í Wales árið 2010.

Timbrið úr lerkitrjánum verður nýtt til að smíða húsgögn og í spónaplötur.

Skylt efni: Skógrækt | Wales | lerki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...