Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sex milljón lerkitré feld í Wales
Fréttir 3. júní 2015

Sex milljón lerkitré feld í Wales

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Wales á Bretlandseyjum hafa tekið ákvörðun um að fella sex milljón lerkitré sem klæða dali og hlíðar Cwamcart-skóglendisins. Ástæðan er sýking af völdum svepps sem kallast Phytophthora ramorum. 

Ákvörðunin um að fella tré er tekin í þeirri von að með aðgerðinni megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og skaða af völdum sveppsins sem dreifist með vindi. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að fella öll tré árið 2020 og að eftir það verið lauftrjám og greni plantað þar sem lerkitrén stóðu áður.

Í Cwmcarn voru áður kolanámur og lerkinu plantað í námunda við þær vegna þess hversu hraðvaxta það er þar en tilgangurinn var að nota timbrið af þeim til að styrkja námugöngin. Phytophthora ramorum sveppurinn greindist fyrst í Bretlandseyjum árið 2002 en útbreiðsla hans varð ekki vandamál fyrr en upp úr 2009 þegar hans varð vart í Japanslerki. Sveppsins varð fyrst vart í Wales árið 2010.

Timbrið úr lerkitrjánum verður nýtt til að smíða húsgögn og í spónaplötur.

Skylt efni: Skógrækt | Wales | lerki

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...