Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Mynd / EJ
Í deiglunni 9. nóvember 2017

Sett í stórlax

Höfundur: Gunnar Bender
„Við vorum við veiðar, feðgarnir, fyrr í sumar og komum við í Urriðaá á Mýrum, áin var frekar vatnslítil á efri svæðunum,  eins og oft gerist á þessum tíma í þurrki. En mjög góð skilyrði voru á flóðinu í neðstu fjórum hyljunum og hann sýndi sig þar í góðu veðri, sól, 15 stiga hita og logni,“ segir Hörður Alexander Eggertsson veiðimaður,  þegar hann rifjar upp veiðitúr í sumar sem var skemmtilegur.
 
En Hörður setti í einn mjög vænan lax  sem hafði betur  og stóð  viðureignin um fimmtán mínútur. 
„Hann var mjög erfiður og var alveg klesstur við botninn allan tímann og sýndi sig ekki. Stöngin var alveg í keng og hann reif út línuna. Við Eggert Sk. Jóhannesson, faðir minn, vorum búnir að velja góðan stað við hylinn til þess að landa honum. En þegar það voru svona fjórir til fimm metrar í hann,  þá sleit hann sig lausan af króknum með miklum látum. Líklega hefur hann verið að koma inn á flóðinu þennan dag, enda var hann ansi sterkur og ákveðinn.“  
 
En það var alla vega gaman að takast á við þann stóra og glíma við hann í góðum og skemmtilegum félagsskap reyndra veiðifélaga í frábæru veðri,“ sagði Hörður Alexander Eggertsson.

Skylt efni: Urriðaá | stangaveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...