Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar frá 1966.
Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar frá 1966.
Á faglegum nótum 5. apríl 2022

Sérstæða kennslubókin

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Bókakostur til búnaðarkennslu á hundrað og fjörutíu ára skeiði hennar hérlendis hefur verið margvíslegur. Í fyrstu fáeinar bækur á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum, en mest af efni þó handskrifað eftir framsögu kennara. Síðan rann upp tími fjölritaranna, „hektografs“, spritt- og þá stensilfjölrita af vaxandi gæðum.

Mikil framför þótti að geta fjölfaldað námsefnið, handskrifað en síðar vélritað, og nemendur undu glaðir við munaðinn allt fram á tíma litgefandi ljósritunarvéla. Pappír var frumefni kennslubókanna til skamms tíma. Rafbókin tekur nú við í vaxandi mæli.

Ein er sú íslensk kennslubók í búnaðarfræðum sem skrifarinn telur öðrum athyglisverðari. Það er Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar sem út kom haustið 1966. Sem kennari á Hvanneyri hafði Gunnar á sjötta áratugnum tekið saman efni sem fjölritað var sem kennsluefni um greinina. Nú hafði honum gefist næði til þess að skrifa handrit að heildstæðri kennslubók um búfjárrækt.

Hann hafði ætlað að fá fleiri höfunda að verkinu, t.d. sérfróða um nautgripa- og sauðfjárrækt, en það tókst ekki þá.

Gunnar Bjarnason, kennari og ráðunautur.

Í formála bókarinnar getur Gunnar þess enn fremur að treglega hafi gengið að fá útgefanda að verkinu. En svo kom Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri sem óskaði eftir því að heiðra Bændaskólann á Hvanneyri 75 ára (1964) með því að gefa verkið út. Þáðu höfundur og Bændaskólinn það með þökkum.

Þar sem frumleiki höfundarins og fagmennska forlagsins komu saman í eitt varð til afar sérstæð kennslubók: Sjö hundruð síður í lausblaðamöppu, sem klædd var þykku plasti. Bókverkið hefði því mátt fara með til nota bæði úti í fjósi og hesthúsi. Útgáfu bókarinnar var getið sem viðburðar í dagblöðum haustið 1966, þar sem sagði m.a.:

„Kosti þessarar bókargerðar telur forlagið einkum þessa: Auðvelt að bæta nýju efni í bókina eða skipta um blöð, og einnig getur hver eigandi bókarinnar sem er, bætt hana eigin blöðum, t.d. vélrituðum eða skrifuðum, með upplýsingum er hann telur sér gagn að og aflar sér annars staðar. Þannig getur lesandinn sjálfur tekið þátt í samningu bókarinnar og miðað hana að nokkru við eigin þarfir og sérsvið í búfræði, og einnig er unnt að setja í hana ýmsar skýrslur og gögn er varða bú bóndans sjálfs og þannig geymir hún um leið niðurstöður af persónulegri reynslu hans.“

Í öðru blaði sagði: „Það vakti athygli á pósthúsinu á Akureyri að þegar bókin var send [600] áskrifendum var það stærsta póstsending, sem komið hafði frá einum aðila á pósthúsið á Akureyri, en þyngd sendingarinnar var eitt og hálft tonn.“ Bókin var engin léttavara. Hún var í sama blaði kölluð „frumleg og glæsileg“. Umfjölluninni lauk svo:
„Ekki er nokkur vafi á því að hér er brotið blað í útgáfu kennslubóka, en þær úreldast, sem kunnugt er, þó ekki að öllu og ónauðsynlegt að prenta þær alveg upp. Séu þær í lausblaðabroti sem þessi, er jafnan hægt að láta þær fylgja kröfum tímans. Margar fallegar litmyndir eru í bókinni.“

Gunnar Bjarnason lagði afar mikið verk í þessa bók, sem notuð var til kennslu á Hvanneyri um nokkurt árabil. Það fór hins vegar svo að enginn hinna sérfróðu búnaðarmanna varð við hugmyndum hans og áskorunum um að endurnýja efni bókarinnar og auka við hana. Sjálfsagt réði nokkru þar um að Gunnar hafði ekki alltaf strokið þeim öllum meðhæris í samræðum daganna. „Ótrúlega fátt og magurt hefir þó verið skrifað um Búfjárfræði Gunnars“ . . . sagði líka í grein Árna G. Eylands, þremur árum eftir útgáfu bókarinnar.

Nú hefur gróið yfir þessa kennslubók – stórvirki Gunnar Bjarnasonar sem Forlag Odds Björnssonar gaf út af metnaði sínum og alúð. Kennslubókin var athyglisverð tilraun til nýbreytni í miðlun þekkingar á tímum hraðra framfara í miðlunartækni og ekki síður á þeim fagsviðum sem hún fjallaði um.
En líklega gerðist það sem Jónas Hallgrímsson hafði orðað svo meira en einni öld fyrr: . . . „því tíminn vill ei tengja sig við mig“ . . .

Bjarni Guðmundsson

Skylt efni: búfræðsla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...