Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sérhæft íslenskt járningamannapróf
Mynd / ál
Fréttir 16. október 2025

Sérhæft íslenskt járningamannapróf

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Í haust hófst nýtt nám við Háskólann á Hólum, sérhæft íslenskt járningamannapróf. Námið miðar að því að nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla og prófkröfur sem gilda um starfsréttindi járningamanna. Sérstök áhersla er lögð á járningar og gangtegundir íslenska hestsins.

Vantar meiri fagþekkingu

Þótt grunnatriði í hófhirðu og járningum hafi verið kennd við skólann um áratugaskeið markar námið algjör tímamót í menntun á þessu sviði við skólann. Kristján Elvar Gíslason, járningameistari skólans, og norski járningameistarinn Aksel Vibe bera hitann og þungann af kennslunni en auk þeirra koma fleiri sérfræðingar þar að. Námið spannar eitt skólaár og skiptist í lotukennslu á Hólum og fjarnám. Öll aðstaða og búnaður til kennslunnar á Hólum er fyrsta flokks eftir gagngerar umbætur á árinu. Heimastuðningurinn við framkvæmdirnar var ómetanlegur en KS styrkti skólann myndarlega.

„Námið er einungis í boði fyrir mjög vana járningamenn sem eru að lágmarki með fimm ára reynslu, enda gerðar miklar kröfur til að standast lokapróf. Þörfin fyrir fleiri fagmenntaða járningamenn með sérþekkingu á járningum ganghestakynja er mjög skýr. Þeir sem ljúka þessu námi koma einnig til með að verða okkar samstarfsaðilar og verknámskennarar í framtíðinni fyrir verklega kennslu í grunnnámi sem er í undirbúningi. Okkur vantar almennt meiri grunnþekkingu á járningu á íslenskum hrossum, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Kristján Elvar, en hann hefur ferðast um allan heim síðustu sautján árin að járna íslensk hross.

Mennt er máttur

Íslenskum hestum erlendis fer fjölgandi og segist Elvar finna fyrir aukinni eftirspurn eftir járningamönnum með þekkingu á að járna íslensk hross.

„Mennt er máttur, það er bara þannig. Eftir útskrift hafa nemendur faglega getu til að starfa sem sérfræðingar við járningar íslenskra hesta og standast réttindakröfur sem gerir þeim kleift að járna nánast alls staðar í heiminum en víða í Evrópu er það þannig að það er bannað að vera ólærður og járna hross. Markaðurinn er alþjóðlegur og við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að fá bæði íslenska og erlenda nemendur í námið.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...