Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari er hér búinn að setja svínahryggi í reykofn sem stendur til að léttreykja. Hann framleiðir nokkur hundruð kílógrömm af hamborgarhryggjum á ári fyrir þá sem hafa lagt inn pöntun.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari er hér búinn að setja svínahryggi í reykofn sem stendur til að léttreykja. Hann framleiðir nokkur hundruð kílógrömm af hamborgarhryggjum á ári fyrir þá sem hafa lagt inn pöntun.
Mynd / ál
Viðtal 19. desember 2025

Sérframleiddir hamborgarhryggir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, framleiðir hamborgarhryggi í litlu magni fyrir hver jól. Hryggirnir eru unnir í kjötvinnslu Pylsumeistarans í Kópavogi og er nánast allt framleitt upp í pantanir.

Hamborgarhryggir nýkomnir úr reykofninum.

Í samtali segir Sigurður hamborgarhryggina verja samtals þremur tímum í reykofninum. „Varan er hituð við 45 til 50 gráður og síðan þurrkuð og að lokum reykt við sama hitastig. Þetta er kaldreyking, á meðan heitreyking er í kringum 70 gráður,“ segir Sigurður. Hver hryggur er í kringum fimm til sjö kíló þegar þeir eru settir í reykofninn en eru síðan sagaðir niður til að passa nákvæmlega upp í pantanir. „Við vakúmpökkum og merkjum hverjum og einum. Svo kemur fólk og sækir hrygginn sinn í búðina.“

Sigurður, sem er með verslun við Laugarlæk í Reykjavík, segist alfarið vinna með og selja íslenskt kjöt. „Það er ekki af því að innflutt kjöt er eitthvað verra, heldur vil ég að fólk eigi búð þar sem það veit að varan er íslensk. Eins snýst þetta um íslenska bændur sem þarf að byggja undir. Þeir eru algjörar hetjur og hugsjónafólk sem þarf jafnvel að vinna aukavinnu til að komast af.“

Aðspurður hvort hryggirnir hans séu með einhverja sérstöðu segir hann þá vera léttreykta og léttsaltaða. Helmingur saltsins sé sjávarsalt á móti nítrítsalti sem sé til að tryggja öryggi vörunnar til neyslu. Eina innihaldsefnið umfram það sé óverulegt magn af bindiefni til þess að vökvinn haldist betur í kjötinu við eldun. „Fólk kaupir hryggi og jólaskinku af mér af því að því líður vel þegar það er búið að borða. Eins og með allt hjá mér reyni ég að vera með eins lítið af aukaefnum og hægt er og eiga sem minnst við matinn,“ segir Sigurður.

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...